Vill rannsaka störf sérstaks saksóknara eftir hrun Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2025 08:14 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun rannsóknarnefndar til að rannsaka sérstakan saksóknara og aðra sem komu að rannsókn og málsmeðferð sakamála í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008. Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara. Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Hún vill stofna þriggja manna nefnd til að kafa í störf sérstaks saksóknara og kanna hvort þau hafi verið í samræmi við lög og reglur, stjórnarskrá, stjórnsýslulög og annað sem við á. Nefndinni yrði einnig gert að rannsaka störf annarra stofnana og embættismanna sem tengdust störfum sérstaks saksóknara. Þar að auki yrði aðkoma annarra aðila eins og utanaðkomandi sérfræðinga sem embætti sérstaks saksóknara leitaði til, einnig könnuð. Guðrún greindi frá þessum ætlunum sínum á þingi í síðasta máli og vísaði hún þá til gagnaleka frá embætti sérstaks saksóknara. Þá svaraði Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra Guðrúnu fullum hálsi og sagðist meðal annars hafa óskað eftir upplýsingum um málið, það hefði einnig verið gert af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins og þar að auki væri málið til rannsóknar hjá lögreglu. Samkvæmt tillögu Guðrúnar yrði nefndinni gert að skila Alþingi skýrslu með niðurstöðum og tillögum að úrbótum ekki seinna en ári eftir að hún verði skipuð. Í greinargerð sem fylgir tillögunni segir að embætti sérstaks saksóknara hafi hafið störf við afar óvenjulegar aðstæður í íslensku samfélagi. Ýjað er að því að embættið hafi verið stofnað til að sefa reiði almennings en ekki gæta hlutlægni eða stjórnarskrárvarinna réttinda sakborninga. Þar segir enn fremur að vinnubrögð sérstaks saksóknara og annarra eftirlitsaðila hafi lengi verið gagnrýnd af lögfræðingum og lögmönnum. Sú gagnrýni hafi að miklu leyti snúið að símahlustunum, handtökum og öðrum þvingunarráðstöfunum. Í tillögunni er lagt til að nefndin, verði hún stofnuð, leggi sérstaka áherslu á að kanna hvort réttindi sakborninga hafi verið virt við rannsóknir hjá embætti sérstaks saksóknara.
Gögnum stolið frá sérstökum saksóknara Hrunið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira