„Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi“ Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 14:47 „Mér finnst allt mjög sérstakt við þetta mál,“ segir Guðrún Hafsteisndóttir. Vísir/Samsett Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir afskipti Víðis Reynissonar, formanns Allsherjar- og menntmálanefndar, að máli Oscars Bocanegra vera með öllu óeðlileg. Hún vill endurskoða í heild sinni heimild Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar. „Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna voru pólitísk afskipti af málinu,“ segir Guðrún, fyrsti varaformaður allsherjarnefndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð Víðis á fundi allsherjarnefndar í dag. Snorri Másson, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, sakaði Víði einnig um pólitísk afskipti af málinu, eins og greint var frá í morgun. Útlendingastofnun hlýðir Víði Vísir greindi frá því í gær að Útlendingastofnun (ÚTL) hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, tjáði stofnuninni að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Víðir hafa tekið sjálfsætða ákvörðun um að hafa samband við ÚTL. „Það lá fyrir, með öllum fyrirvörum, að viðkomandi fengi ríksisborgararétt. Að fara að senda hann þá úr landi er bæði ekki góð meðferð á skattpeningum og ekki góð meðferð á einstaklingi,“ sagði Víðir. Guðrún er ósátt við vinnubörgð Víðis og bendir á að 300 manns bíði eftir því að undirnefnd fari yfir umsókn Oscars um ríkisborgararétt, en með þessu hafi nefndin dregið einn einstakling fram fyrir röðina. „Mér finnst óeðlilegt að formaður nefndarinnar hafi að eigin frumkvæði haft samband við útlendingastofnun og tilkynnt þeim það að þarna væri umsækjandi um ríkisborgararétt sem væru yfirgnæfandi líkur á að fengi ríkisborgararétt,“ segir Guðrún, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í samtali við fréttastofu. „Þarna er gripið fram fyrir hendurnar á Alþingi, sem ég geri alvarlegar athugasemdir við.“ Allir eigi að standa jafnir gagnvart kerfinu Oscar sótti um alþjóðlega vernd en fékk synjun, fyrst hjá ÚTL og svo hjá áfrýjunarnefnd Útle. „Ég ítreka [...] að allir þeir sem sækja um vernd verða að standa jafnir gagnvart því kerfi sem hér er við lýði,“ segir Guðrún. Þegar tvö stjórnsýslustig komast að niðurstöðu um brottvísun, eigi brottvísun að vera niðurstaðan. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. „Nefndin hefur nýhafið störf þegar formaður allsherjar- og menntamálanefndar, sem situr ekki í þessari undirnefnd, hefur að frumkvæði sínu samband við Útlendingastofnun til að tilkynna að það verði einhver niðurstaða í einhverri nefnfd sem hefur ekki lokið störfum,“ segir Guðrún. Guðrún segir enn fremur að endurskoða þurfi heimild Alþingis til að veita ríkisborgararétt. „Ég er ekki hlynnt því hvernig þetta hefur verið unnið á síðustu árum og ég tel ástæðu til að þetta verði endurskoðað í heild sinni.“ Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir hann að sér.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent