Telja manninn hafa örmagnast við sjósundsæfingar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2025 10:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til leitarinnar í gærkvöldi, og verður það væntanlega aftur í dag. Vísir Leit að manni sem talið er að hafi örmagnast í sjónum úti fyrir Fiskislóð í Reykjavík verður fram haldið eftir hádegi í dag. Fjöldi viðbragðsaðila kemur að leitinni. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var maðurinn að æfa sjósund þegar hann örmagnaðist. Leit hefst um klukkan tvö í dag, eftir að viðbragðsaðilar hafa ráðið ráðum sínum og skipulagt framkvæmd leitarinnar. Þetta staðfestir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Byrja um klukkan tvö Um klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling í sjónum við Fiskislóð. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla leit sem bar ekki árangur og var hætt á tíunda tímanum í gærkvöldi. „Við munum væntanlega byrja leit í kringum tvöleytið í dag og verðum með viðbragðsaðila frá þessum stofnunum sem voru í gær. Það eru Landsbjörg, slökkvilið, Landhelgisgæslan, sérsveitin og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Kristján Helgi. Allt lagt í leitina Unnið sé út frá því að maðurinn hafi örmagnast á meðan hann synti í sjónum. „Við erum með ákveðna manneskju í huga,“ segir Kristján, aðspurður um hvort lögregla telji sig þekkja deili á viðkomandi. Maðurinn hafi verið að æfa sjósund og örmagnast við það, samkvæmt upplýsingum lögreglu. „Þetta verður stór leit í dag rétt eins og var í gær, við ætlum að bara að leita með öllum sem við getum fengið til leitar, öllum tækjum og tólum. Það verður allt lagt í þetta. Vonandi skilar dagurinn einhverju,“ segir Kristján Helgi. Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjósund Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira
Leit hefst um klukkan tvö í dag, eftir að viðbragðsaðilar hafa ráðið ráðum sínum og skipulagt framkvæmd leitarinnar. Þetta staðfestir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í aðgerðadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Byrja um klukkan tvö Um klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling í sjónum við Fiskislóð. Í kjölfarið var ráðist í umfangsmikla leit sem bar ekki árangur og var hætt á tíunda tímanum í gærkvöldi. „Við munum væntanlega byrja leit í kringum tvöleytið í dag og verðum með viðbragðsaðila frá þessum stofnunum sem voru í gær. Það eru Landsbjörg, slökkvilið, Landhelgisgæslan, sérsveitin og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Kristján Helgi. Allt lagt í leitina Unnið sé út frá því að maðurinn hafi örmagnast á meðan hann synti í sjónum. „Við erum með ákveðna manneskju í huga,“ segir Kristján, aðspurður um hvort lögregla telji sig þekkja deili á viðkomandi. Maðurinn hafi verið að æfa sjósund og örmagnast við það, samkvæmt upplýsingum lögreglu. „Þetta verður stór leit í dag rétt eins og var í gær, við ætlum að bara að leita með öllum sem við getum fengið til leitar, öllum tækjum og tólum. Það verður allt lagt í þetta. Vonandi skilar dagurinn einhverju,“ segir Kristján Helgi.
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Sjósund Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Sjá meira