Klúðursleg rannsókn lögreglu leiddi til sýknu skipstjóra Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. maí 2025 11:24 Hér má sjá innan úr bátnum. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Héraðsdómur Vestfjarða hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir brot á siglingalögum með því að hafa sýnt af sér gáleysi í starfi sínu sem skipstjóri þegar hann sigldi bát upp í grjótgarð nærri höfninni í Hólmavík. Dómari taldi mikla ágalla á rannsókn lögreglu á málinu. Dómur í málinu var kveðinn upp í vikunni, en samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið var bátnum siglt á hafnargarðinn klukkan um klukkan fimm að morgni þriðjudagsins 19. desember 2023. Veður hafi versnað rétt fyrir innsiglinguna Í dóminum er málsatvikum lýst þannig að lögreglu hafi borist tilkynning um bát sem strandað hafði við innsiglinguna í Hólmavíkurhöfn. Veður hafi verið gott nær allan tólf tíma túrinn en á landleiðinni hafi skyndilega gert blindasnjókomu og skyggni verið mjög lítið. Vísir/Vilhelm Þrír hafi verið um borð en skipstjórinn sá eini sem var ekki sofandi í koju þegar slysið varð. Skipstjórinn hafi sagst finna fyrir verkjum í rifbeini en ætlað að vera um borð þar til báturinn væri kominn á land. Eftir að báturinn strandaði og mönnunum verið komið frá borði hafi kör verið fjarlægð frá borði og bráðabirgðaviðgerð framkvæmd á gati á bátnum. Síðar hafi báturinn verið togaður í land. Villandi ljósmerki Fyrir dómi sagði skipstjórinn að fyrirkomulag innsiglingarljósanna í Hólmavíkurhöfn hafi ekki eðlilegt og gefið villandi ljósmerki. Fram kemur að frá slysinu hafi innsiglingarbauja verið fjarlægð. Villandi ljósmerkin hafi þó verið ástæða þess að skipstjórinn talsi sig kominn fram hjá innsiglingarmerki og snúið við í átt að stæðinu. Eftir að hann tók beygjuna hafi hann áttað sig á því að hann væri ekki á réttum stað og hemlað, en þó ekki í tæka tíð. Samkvæmt framburði skipstjórans á vettvangi leit hann af stefnu bátsins um stundarsakir. Ákæruvaldið byggði á að yfirsjónir og vanræksla skipstjórans í slysinu felist í því að hann hafi litið af stefnunni. Sér til varnar sagði skipstjórinn fyrir dómi að þegar siglt er úti á sjó í myrkri sé siglingartölva bátsins notuð en þegar siglt er til hafnar sé það gert handvirkt. „Annað hvort vitni eða sakborningar“ Ákæruvaldið hreyfði því við að skipstjórinn hafi ekki hægt á sér í tæka tíð og hann hafi siglt bátnum of hratt miðað við aðstæður. Þar sem sú hegðun var ekki tilgreind í ákæru kom hún ekki til álita í málinu. Í dóminum kemur einnig fram að skipstjórinn hafi á vettvangi fengið stöðu sakbornings í málinu, líkt og lögreglumenn hafi kynnt honum. Það hafi þeir gert og sagt honum að fólk væri „annaðhvort vitni eða sakborningar“. Skipstjórinn hafi fengið réttarstöðu sakbornings, en lögreglumennirnir tekið fram að þeir væru ekki að ásaka hann um neitt. Hér má sjá loftmynd af höfninni, úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Skipstjórinn hafi þá ekki fengið neinar upplýsingar um sakarefnið, og skýrslutaka yfir honum á vettvangi verið um fjórar og hálf mínúta að lengd. Hann hafi sagt frá atvikum málsins í frjálsri frásögn áður en hann fékk nokkrar spurningar. Lögreglumenn hafi ekki spurt réttra spurninga Þar hafi komið fram að hann hafi „litið af“ og það hafi verið „mistök“ að beygja „örlítið of snemma“. Lögreglumönnum hafi hins vegar láðst að spyrja spurninga sem hefðu getað varpað nánara ljósi á saknæmisstig skipstjórans, tildrög slyssins eða ástæðu þess að hann beygði of snemma. Þar að auki taldi dómari að lögreglumennirnir hafi látið undir höfuð leggjast að skrá upplýsingar um skýrslutökuna á eyðublað og undirrita það. „Af framangreindu leiðir að skýrslan sem tekin var af ákærða á þessu stigi málsins hefur takmarkað gildi,“ segir í dóminum. Þar er framburður skipstjórans rakinn, og tiltekið að hann reki skipstrandið til óhagstæðra veðurskilyrða, þar sem skyndilega hafi gert þunga snjóhríð þegar hann sigldi inn að höfninni. Þá er rakið að skýrsla sem tekin var af honum á vettvangi hafi eðlilega borið þess merki að hann hafi verið í nokkru uppnámi, auk þess sem framburður hans kunni að hafa litast af viðleitni hans til að taka fulla ábyrgð á atvikinu sem skipstjóri bátsins, þrátt fyrir að sakarefnið hafi ekki verið honum ljóst á því stigi málsins. Hafi viljað taka ábyrgð Dómari tekur sérstaklega fram að staðhæfingar skipstjórans um tildrög strandsins hefðu hugsanlega getað komið fram undir rannsókn málsins ef hann hefði verið boðaður í skýrslutöku á grundvelli ákvæða laga um meðferð sakamála, og fyrirmæla þeirra ákvæða gætt. Þá er tiltekið að meðal gagna málsins séu fjórar ljósmyndir. Tvær hafi verið teknar í dagsbirtu en tvær í myrkri. Þar að auki liggi fyrir gögn frá Landhelgisgæslunni um siglingaferil bátsins, sem sýni hraða hans á tveggja mínútna fresti. Þau gögn beri með sér að bátnum hafi verið siglt á 9,5 sjómílna hraða, en hann verið kyrrstæður tveimur mínútum síðar. Loks liggi fyrir skjáskot úr siglingatækjum bátsins, sem starfsmaður rannsóknarnefndar samgönguslysa bar við fyrir dómi að hann hefði afhent lögreglu. Víða pottur brotinn Dómari taldi hins vegar að gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hafi framkvæmt sjálfstæða rannsókn á siglingatækjum, heldur hafi lögreglumaður sem kom að málinu borið að lögregla hafi „elt“ starfsmann rannsóknarnefndarinnar í rannsókn sinni á málinu. Samkvæmt dóminum liggur einnig fyrir að að lögregla hafi ekki aflað gagna um veðurfar á vettvangi í aðdraganda strandsins, og ekki tekið skýrslur af vitnum. Eins hafi skoðunar- eða matsgerðar um skemmdir á bátnum ekki verið aflað, en dómari taldi slíkt hafa getað varpað nánara ljósi á ferðina sem báturinn var á fyrir árekstur við grjótagarðinn. „Af framansögðu er ljóst að hnökrar voru á rannsókn málsins hjá lögreglu. Þeir valda því ásamt þeim gögnum sem þó liggja fyrir í málinu, þ. á m. framburði ákærða og vitna fyrir dómi, að dómurinn telur ekki unnt að slá því föstu með nægilegri vissu að ástæður skipstrandsins megi rekja til yfirsjóna og vanrækslu ákærða í starfi hans sem skipstjóri. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu,“ segir í dóminum. Sakarkostnaður málsins greiddist allur úr ríkissjóði, alls 1.072.210 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda skipstjórans, 1.021.140 krónur og ferðakostnaður upp á 51.070 krónur. Dómsmál Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp í vikunni, en samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið var bátnum siglt á hafnargarðinn klukkan um klukkan fimm að morgni þriðjudagsins 19. desember 2023. Veður hafi versnað rétt fyrir innsiglinguna Í dóminum er málsatvikum lýst þannig að lögreglu hafi borist tilkynning um bát sem strandað hafði við innsiglinguna í Hólmavíkurhöfn. Veður hafi verið gott nær allan tólf tíma túrinn en á landleiðinni hafi skyndilega gert blindasnjókomu og skyggni verið mjög lítið. Vísir/Vilhelm Þrír hafi verið um borð en skipstjórinn sá eini sem var ekki sofandi í koju þegar slysið varð. Skipstjórinn hafi sagst finna fyrir verkjum í rifbeini en ætlað að vera um borð þar til báturinn væri kominn á land. Eftir að báturinn strandaði og mönnunum verið komið frá borði hafi kör verið fjarlægð frá borði og bráðabirgðaviðgerð framkvæmd á gati á bátnum. Síðar hafi báturinn verið togaður í land. Villandi ljósmerki Fyrir dómi sagði skipstjórinn að fyrirkomulag innsiglingarljósanna í Hólmavíkurhöfn hafi ekki eðlilegt og gefið villandi ljósmerki. Fram kemur að frá slysinu hafi innsiglingarbauja verið fjarlægð. Villandi ljósmerkin hafi þó verið ástæða þess að skipstjórinn talsi sig kominn fram hjá innsiglingarmerki og snúið við í átt að stæðinu. Eftir að hann tók beygjuna hafi hann áttað sig á því að hann væri ekki á réttum stað og hemlað, en þó ekki í tæka tíð. Samkvæmt framburði skipstjórans á vettvangi leit hann af stefnu bátsins um stundarsakir. Ákæruvaldið byggði á að yfirsjónir og vanræksla skipstjórans í slysinu felist í því að hann hafi litið af stefnunni. Sér til varnar sagði skipstjórinn fyrir dómi að þegar siglt er úti á sjó í myrkri sé siglingartölva bátsins notuð en þegar siglt er til hafnar sé það gert handvirkt. „Annað hvort vitni eða sakborningar“ Ákæruvaldið hreyfði því við að skipstjórinn hafi ekki hægt á sér í tæka tíð og hann hafi siglt bátnum of hratt miðað við aðstæður. Þar sem sú hegðun var ekki tilgreind í ákæru kom hún ekki til álita í málinu. Í dóminum kemur einnig fram að skipstjórinn hafi á vettvangi fengið stöðu sakbornings í málinu, líkt og lögreglumenn hafi kynnt honum. Það hafi þeir gert og sagt honum að fólk væri „annaðhvort vitni eða sakborningar“. Skipstjórinn hafi fengið réttarstöðu sakbornings, en lögreglumennirnir tekið fram að þeir væru ekki að ásaka hann um neitt. Hér má sjá loftmynd af höfninni, úr skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Skipstjórinn hafi þá ekki fengið neinar upplýsingar um sakarefnið, og skýrslutaka yfir honum á vettvangi verið um fjórar og hálf mínúta að lengd. Hann hafi sagt frá atvikum málsins í frjálsri frásögn áður en hann fékk nokkrar spurningar. Lögreglumenn hafi ekki spurt réttra spurninga Þar hafi komið fram að hann hafi „litið af“ og það hafi verið „mistök“ að beygja „örlítið of snemma“. Lögreglumönnum hafi hins vegar láðst að spyrja spurninga sem hefðu getað varpað nánara ljósi á saknæmisstig skipstjórans, tildrög slyssins eða ástæðu þess að hann beygði of snemma. Þar að auki taldi dómari að lögreglumennirnir hafi látið undir höfuð leggjast að skrá upplýsingar um skýrslutökuna á eyðublað og undirrita það. „Af framangreindu leiðir að skýrslan sem tekin var af ákærða á þessu stigi málsins hefur takmarkað gildi,“ segir í dóminum. Þar er framburður skipstjórans rakinn, og tiltekið að hann reki skipstrandið til óhagstæðra veðurskilyrða, þar sem skyndilega hafi gert þunga snjóhríð þegar hann sigldi inn að höfninni. Þá er rakið að skýrsla sem tekin var af honum á vettvangi hafi eðlilega borið þess merki að hann hafi verið í nokkru uppnámi, auk þess sem framburður hans kunni að hafa litast af viðleitni hans til að taka fulla ábyrgð á atvikinu sem skipstjóri bátsins, þrátt fyrir að sakarefnið hafi ekki verið honum ljóst á því stigi málsins. Hafi viljað taka ábyrgð Dómari tekur sérstaklega fram að staðhæfingar skipstjórans um tildrög strandsins hefðu hugsanlega getað komið fram undir rannsókn málsins ef hann hefði verið boðaður í skýrslutöku á grundvelli ákvæða laga um meðferð sakamála, og fyrirmæla þeirra ákvæða gætt. Þá er tiltekið að meðal gagna málsins séu fjórar ljósmyndir. Tvær hafi verið teknar í dagsbirtu en tvær í myrkri. Þar að auki liggi fyrir gögn frá Landhelgisgæslunni um siglingaferil bátsins, sem sýni hraða hans á tveggja mínútna fresti. Þau gögn beri með sér að bátnum hafi verið siglt á 9,5 sjómílna hraða, en hann verið kyrrstæður tveimur mínútum síðar. Loks liggi fyrir skjáskot úr siglingatækjum bátsins, sem starfsmaður rannsóknarnefndar samgönguslysa bar við fyrir dómi að hann hefði afhent lögreglu. Víða pottur brotinn Dómari taldi hins vegar að gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hafi framkvæmt sjálfstæða rannsókn á siglingatækjum, heldur hafi lögreglumaður sem kom að málinu borið að lögregla hafi „elt“ starfsmann rannsóknarnefndarinnar í rannsókn sinni á málinu. Samkvæmt dóminum liggur einnig fyrir að að lögregla hafi ekki aflað gagna um veðurfar á vettvangi í aðdraganda strandsins, og ekki tekið skýrslur af vitnum. Eins hafi skoðunar- eða matsgerðar um skemmdir á bátnum ekki verið aflað, en dómari taldi slíkt hafa getað varpað nánara ljósi á ferðina sem báturinn var á fyrir árekstur við grjótagarðinn. „Af framansögðu er ljóst að hnökrar voru á rannsókn málsins hjá lögreglu. Þeir valda því ásamt þeim gögnum sem þó liggja fyrir í málinu, þ. á m. framburði ákærða og vitna fyrir dómi, að dómurinn telur ekki unnt að slá því föstu með nægilegri vissu að ástæður skipstrandsins megi rekja til yfirsjóna og vanrækslu ákærða í starfi hans sem skipstjóri. Ber því að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu,“ segir í dóminum. Sakarkostnaður málsins greiddist allur úr ríkissjóði, alls 1.072.210 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda skipstjórans, 1.021.140 krónur og ferðakostnaður upp á 51.070 krónur.
Dómsmál Strandabyggð Lögreglumál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira