Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2025 20:05 Kári Bjarnaso, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að vonum mjög stoltur yfir nýja fágætissalnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584. Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira
Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða
Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Sjá meira