Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. maí 2025 20:05 Kári Bjarnaso, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að vonum mjög stoltur yfir nýja fágætissalnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir i Vestmannaeyjum þegar biskup Íslands, kirkjumálaráðherra og menningarmálaráðherra mættu til að vera viðstödd opnun „Fágætissalar“ í Safnahúsi Eyjamanna en þar er að finna eitt glæsilegasta biblíusafn þjóðarinnar, meðal annars Guðbrandsbiblíu frá 1584. Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Fjölmenni mætti við opnun salarins nýlega enda stór stund í sögu Safnahús Vestmannaeyja en í salnum eru meðal annars allar ellefu útgáfur biblíunnar eða frá þeirri fyrstu, Guðbrandsbiblíu, sem er frá 1584. Biskups Íslands lét sig ekki vanta við opnunina og tveir af ráðherrum ríkisstjórnar mættu líka en öll héldu þau stutt ávörp. Forstöðumaður safnsins er að vonum mjög stoltur af nýja fágætissafninu enda er það glæsilegt í alla staði. „Sá sem gerði okkur þetta kleift, Ágúst Einarsson, sem gaf biblíusafnið hingað. Hann gaf ekki bara þetta stórkostlega og verðmæta biblísafn heldur líka um 1.500 aðrar bækur,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss og Bókasafns Vestmannaeyja. „Hér er eitt af glæsilegasta fágætis bókasöfnum landsins og það er sérstök gleði að Vestmannaeyjabær og bæjarstjóri hefur lagt mjög mikinn metnað í að byggja þetta rými upp eins og þú sérð þegar þú horfir hér í kringum þig,“ bætir Kári við. Mikil og flott starfsemi fer fram í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem bókasafn bæjarfélagsins er líka til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir að safnið sé að sjálfsögðu opið öllum á auglýstum opunartíma og að ferðamenn, sem koma til Vestmannaeyja séu til dæmis mjög duglegir að líta við og að þeir verði alltaf jafn hissa að sjá hvað safnið er flott og ekki síst þegar kemur að öllum biblíunum inn í glerskápunum. Og Kári segir ef það er einhvers staðar til himnaríki á jörðu þá sé það í Vestmannaeyjum innan um allar biblíurnar. „Það má náttúrulega segja að staðurinn Vestmannaeyjar er nú hálf gert himnaríki,” segir Kári hlæjandi. Hinum megin við vegginn á biblíusafninu í Safnahúsinu er glæsilegt safn á um 40 Kjarvalsmálverkum. „Já, það er auðvitað stórkostlegt að þessir tveir heimar skulu mætast í einu, þannig að hérna koma menn og sjá mestu list, sem Ísland hefur uppá að bjóða skulum við segja og glæsilegustu bókmennta perlur okkar á einum stað,” segir Kári. Hér er Kári innan um málverkin hans Kjarvals en þau eru um 40 á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Safnahús Vestmannaeyja, heimasíða
Vestmannaeyjar Söfn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira