Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 08:46 Billie Eilish vann til flestra verðlauna á AMA-hátíðinni en Beyonce og SZA komust líka á blað. Jennifer Lopez var kynnir og Janet Jackson var heiðruð. Getty Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein