Ekki rétt að umsókn Oscars hafi ekki verið skoðuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 12:45 Oscar ásamt fósturmóður sinni. Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Kærunefnd útlendingamála birti í morgun umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn Oscars um landvistarleyfi er hafnað. Fósturforeldrar hans sögðu í Bítinu í morgun að þeim þætti líkt og embættismenn væru í persónulegri herferð gegn Oscari og sögðust engin svör hafa fengið frá ráðamönnum vegna málsins. Í tilkynningu Útlendingastofnunar segir að málstaðstæður Oscars hafi verið metnar á sjálfstæðan hátt þegar hann var hér á landi ásamt föður sínum og systrum, í samræmi við reglur laga um útlendinga og að teknu tilliti til ákvæða barnaverndarlaga og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Þegar drengurinn sótti síðar um vernd sem fylgdarlaust barn var staða hans vissulega önnur en áður. Eftir rannsókn Útlendingastofnunar var niðurstaðan að sú breyting væri þó ekki þess eðlis að hún breytti fyrri ákvörðun stofnunarinnar um að synja umsókn hans um alþjóðlega vernd. Endurtekinni umsókn hans var því vísað frá. Kærunefnd útlendingamála hefur nú staðfest þessa niðurstöðu og úrskurðað að drengurinn uppfylli ekki skilyrði laga til að fá alþjóðlega vernd.“ Ekki deilt um erfiðar aðstæður Í tilkynningunni segir að mikilvægt sé að taka það fram að ekki sé deilt um það að aðstæður drengsins í heimalandinu séu erfiðar. Engu að síður sé ekki fallist á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í heimalandi sínu. Það séu skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá alþjóðlega vernd. Þá hafi ekki verið talið að hann uppfyllti skilyrði fyrir dvalarleyfi á grundvelli mannúðarástæðna. „Þessi niðurstaða er fengin á grundvelli þeirra gagna sem voru lögð fram í málinu og mati á aðstæðum í Kólumbíu. Þegar um heimfylgd fylgdarlausra barna er að ræða er vandað til verka til að tryggja að tekið sé á móti þeim með viðeigandi hætti. Íslensk barnaverndaryfirvöld bera ábyrgð á að tryggja hagsmuni drengsins á meðan hann er staddur hér á landi og barnaverndaryfirvöld í Kólumbíu munu taka við ábyrgð á máli hans eftir að hann kemur þangað til lands.“ Segir stofnunin að mikilvægt sé að hafa í huga að þótt drengurinn segist vilja dvelja hér á landi og að hér á landi sé fjölskylda sem vilji sjá um hann þá eigi hann foreldra í heimalandi. Hvorki íslensk né kólumbísk barnaverndaryfirvöld hafi svipt þau forsjá. „Að lokum er rétt að taka fram að það er eðlilega þungbært að fá aðra niðurstöðu í máli sínu en vonir stóðu til. Þegar endanleg niðurstaða á stjórnsýslustigi liggur fyrir þarf því að hafa hugfast að það getur gert viðkvæma stöðu barns enn erfiðari að ýtt sé undir væntingar sem ekki verða uppfylltar.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira