Reisa styttu af Birni í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 17:09 Á myndinni er hönnuðurinn Doddi digital og Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari. Instagram Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar. Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk.
Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Laufey á landinu Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05