Reisa styttu af Birni í Kópavogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 17:09 Á myndinni er hönnuðurinn Doddi digital og Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari. Instagram Handmótuð brjóstmynd af rapparanum Birni, steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi, verður fest á steinstöpul og henni fundinn staður undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði styttuna en hún prýðir plötuumslagið á næstu plötu Birnis. Þórsteinn Svanhildarson, sem gengur undir listamannsnafninu Doddi digital, sá um hönnun og sjónræna útfærslu plötunnar. Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk. Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Það er listamaðurinn og ljósmyndarinn Doddi digital sem greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum. Hann segir að brjóstmyndin verði á plötuumslaginu á komandi plötu Birnis sem kemur út á þriðjudaginn næstkomandi 27. maí. Platan heitir „Dyrnar.“ „Umslag plötunnar er einstakt listaverk, handmótuð brjóstmynd af Birni eftir listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur. Brjóstmyndin var steypt í brons í Elchingen í Þýskalandi og verður fest á steinstöpul og staðsett undir berum himni í Kópavogi til frambúðar. Nákvæm staðsetning og tímasetning verða kynnt síðar,“ segir Doddi. Svona verður plötuumslagið.Doddi digital Líkaminn í aðalhlutverki Doddi segir á plötunni snúi Birnir sér út á við og leggi áherslu á tengslin við umheiminn. Þess vegna sé líkaminn í aðalhlutverki á plötuumslaginu. „Holdið, sem hefur lengi verið eitt sterkasta tákn mannlegrar reynslu í myndlist, verður hér tákn fyrir styrk, næmni og lifandi tengingu við umhverfið og samtímann.“ Hún sé þannig frábrugðin fyrri plötu Birnis, Bushido, sem kom út árið 2021, en Doddi kom einnig að hönnun hennar. „Á Bushido, fyrra plötuumslagi okkar Birnis, var sjónum beint inn á við. Enda var meginþema plötunnar að mörgu leyti um tilfinningalíf listamannsins,“ segir Doddi. Doddi segir að honum líði eins og þeir hafi brotið blað, skrifað þeirra eigin sögu og skapað tímalaust og ódauðlegt verk. „Plötuumslagið er styttan, styttan er plötuumslagið. Físískt þrívítt verk, sem þið getið heimsótt, snert og upplifað á ykkar eigin forsendum.“„Þessi stytta er gjöf frá okkur til ykkar.“ View this post on Instagram A post shared by Þórsteinn Svanhildarson (@doddi_digital) Þeir eru eflaust margir sem fagna því að fá loksins styttu af rappara reista á höfuðborgarsvæðinu, en í kjölfar þessara fregna er ekki úr vegi að rifja upp þegar tillaga Arons Kristins Jónssonar um að reisa styttu af Kanye West fyrir framan Vesturbæjarlaug varð í tvígang langvinsælasta tillagan í hverfiskosningum Reykjavíkurborgar. Hugmyndina sendi Aron upphaflega inn í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, árið 2020. Hún reyndist langvinsælasta tillaga í flokki Vesturbæjar með 772 atkvæði en þegar að því kom að setja saman hinn löglega kjörseðil Reykjavíkurborgar, var tillagan metin ótæk.
Styttur og útilistaverk Kópavogur Tónlist Tengdar fréttir Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Reykvíkingar styttuóðir: Kanye, Vigdís, Lewandowski og Harambe Reykvíkingar virðast orðnir styttuóðir ef marka má hugmyndir sem lagðar hafa verið til í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt. Á annan tug hugmynda að styttum, sem borgarbúar vilja láta reisa víðsvegar um höfuðstaðinn, hafa komið fram. 8. október 2022 09:05