„Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 15:36 Skjáskot úr myndbandi af árásinni í vikunni. Vísir Íbúar við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í Grafarholti þar sem maður réðst á annan með eggvopni í vikunni, segja að lögreglan hafi margoft þurft að hafa afskipti af mönnum í hverfinu á þessu ári. Meðal annars hafi maður verið handtekinn fyrir að ætla að ráðast inn í íbúð með sveðju í nóvember í fyrra. Íbúarnir vilja ekki koma fram undir nafni öryggis síns vegna. Karlmaður um fertugt var handtekinn í vikunni og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir alvarlega atlögu að öðrum manni á fimmtugsaldri með eggvopni í Úlfarsárdal í Grafarholti. „Alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Íbúi í hverfinu sem fréttastofa náði tali af segir að það séu „alltaf einhverjar árásir í þessari blokk,“ en segir að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum í götunni „svona fimmtíu eða hundrað sinnum á árinu.“ Hann gengst við því að ágiskunin á fjölda lögregluheimsókna sé ekki nákvæm, en hann segir að lögreglan komi þangað reglulega og hann viti ekki alltaf hvað sé í gangi. Hann segir að í nóvember í fyrra hafi maður reynt að brjótast inn í blokkina með sveðju, og hann hafi verið handtekinn og leiddur í burtu af lögreglunni. Hann veit ekki hvort þetta sé sá sami og var handtekinn í vikunni. Íbúinn segir að mennirnir sem hafa verið til vandræða undanfarna mánuði séu hælisleitendur af arabískum uppruna. Í sumum íbúðum í hverfinu búi fjórir eða fimm karlmenn í íbúðum á vegum ríkisins. Þá sé einnig að finna í hverfinu vistunarúrræði fyrir unglinga með fjölþættan vanda, og lögreglan hafi einnig stundum þurft að hafa afskipti af atvikum sem tengjast þeim. „Það er alls konar í gangi og alls konar sögur,“ segir hann, og nefnir þá að fyrir nokkrum árum hafi einhverjum verið hent fram af svölum í blokkinni hans. Málið sem hann vísar til er þegar karlmaður á sextugsaldri var sakaður um að hafa hrint manni fram af svölum við þriðju hæð blokkarinnar við Skyggnisbraut fyrir fjórum árum. Var hann dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi en sýknaður af öllum kröfum í Landsrétti. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem manninum væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Endurtekinn þjófnaður úr kjallara og hjólageymslu Íbúinn segir að nágrannar hans hafi lent ítrekað í því að brotist sé inn í geymslurnar hjá þeim og hjól, rafmagnsvespur og annað slíkt sé tekið. Einnig sé mikill þjófnaður úr sameiginlegum kjöllurum og geymslum. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að atvikið í vikunni sé mikill harmleikur fyrir hverfið. Hann segir að lögreglan hafi oft sést á svæðinu undanfarna mánuði, en það sé líka vegna íslenskra ungmenna með fjölþættan vanda sem eru í íbúðum á vegum ríkisins í hverfinu. Hann kannast ekki við að lögreglan komi óeðlilega oft við hjá blokkinni. „En það var sveðjuárás á ganginum fyrir einhverju síðan. Ég flutti inn í nóvember og þetta var einhvern tímann rétt áður. Lögreglan handtók þá mann með sveðju, sem var ógnandi fyrir utan. Ég veit ekki hvort það hafi verið sá sami og var handtekinn núna,“ segir hann. Fréttastofa birti þetta myndband af árásinni í vikunni Hann segir að ríkið reki nokkrar íbúðir í götunni, í sumum séu hælisleitendur og öðrum unglingar. Það sé alls ekki þannig að það stafi vandræði af öllum íbúum íbúðanna. „En þegar lögreglan kom núna í vikunni og handtók þennan mann, þá vissi hún nákvæmlega hvert hún átti að fara. Hún brunaði upp að einni íbúð og vissi að hverjum hún var að leita, hún var svo ágeng,“ segir hann. Skotárás í fyrra Annar íbúi á Skyggnisbraut er móðir þriggja barna, en hún segir að börnin séu frjáls ferða sinna um hverfið og þau hafi ekki lent í neinum vandræðum. Börnin eru ellefu, níu og fjögurra ára. „Ég hef ekki orðið vör við að þeim stafi hætta af einhverjum mönnum,“ segir hún. „Það var þessi stunguárás í vikunni, og svo var skotárás í götunni við hliðina á minni, en ég hef ekki orðið vör við neitt annað,“ segir hún. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárás sem átti sér stað við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember 2023. Hann hafði skotið fjórum skotum að fjórum mönnum. Íbúinn kannast við að lögreglan hafi reglulega heimsótt blokkirnar í götunni. „Jú það var svoleiðis, þá var lögreglan alltaf í blokkinni á móti mér. Þá var hún oftast bara inni hjá fólkinu. En ég veit svosem ekkert hvað það var,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að maðurinn sem sakaður var um að hafa hrint öðrum fram af svölum hafi verið sýknaður af öllum kröfum í Landsrétti. Upphaflega kom aðeins fram að hann hefði verið dæmdur í fangelsi í héraðsdómi. Lögreglumál Stunguárás í Úlfarsárdal Reykjavík Tengdar fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. 21. maí 2025 16:12 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Karlmaður um fertugt var handtekinn í vikunni og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald eftir alvarlega atlögu að öðrum manni á fimmtugsaldri með eggvopni í Úlfarsárdal í Grafarholti. „Alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Íbúi í hverfinu sem fréttastofa náði tali af segir að það séu „alltaf einhverjar árásir í þessari blokk,“ en segir að lögreglan hafi haft afskipti af einhverjum í götunni „svona fimmtíu eða hundrað sinnum á árinu.“ Hann gengst við því að ágiskunin á fjölda lögregluheimsókna sé ekki nákvæm, en hann segir að lögreglan komi þangað reglulega og hann viti ekki alltaf hvað sé í gangi. Hann segir að í nóvember í fyrra hafi maður reynt að brjótast inn í blokkina með sveðju, og hann hafi verið handtekinn og leiddur í burtu af lögreglunni. Hann veit ekki hvort þetta sé sá sami og var handtekinn í vikunni. Íbúinn segir að mennirnir sem hafa verið til vandræða undanfarna mánuði séu hælisleitendur af arabískum uppruna. Í sumum íbúðum í hverfinu búi fjórir eða fimm karlmenn í íbúðum á vegum ríkisins. Þá sé einnig að finna í hverfinu vistunarúrræði fyrir unglinga með fjölþættan vanda, og lögreglan hafi einnig stundum þurft að hafa afskipti af atvikum sem tengjast þeim. „Það er alls konar í gangi og alls konar sögur,“ segir hann, og nefnir þá að fyrir nokkrum árum hafi einhverjum verið hent fram af svölum í blokkinni hans. Málið sem hann vísar til er þegar karlmaður á sextugsaldri var sakaður um að hafa hrint manni fram af svölum við þriðju hæð blokkarinnar við Skyggnisbraut fyrir fjórum árum. Var hann dæmdur í sextán ára fangelsi í héraðsdómi en sýknaður af öllum kröfum í Landsrétti. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem manninum væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Endurtekinn þjófnaður úr kjallara og hjólageymslu Íbúinn segir að nágrannar hans hafi lent ítrekað í því að brotist sé inn í geymslurnar hjá þeim og hjól, rafmagnsvespur og annað slíkt sé tekið. Einnig sé mikill þjófnaður úr sameiginlegum kjöllurum og geymslum. Annar íbúi sem fréttastofa ræddi við segir að atvikið í vikunni sé mikill harmleikur fyrir hverfið. Hann segir að lögreglan hafi oft sést á svæðinu undanfarna mánuði, en það sé líka vegna íslenskra ungmenna með fjölþættan vanda sem eru í íbúðum á vegum ríkisins í hverfinu. Hann kannast ekki við að lögreglan komi óeðlilega oft við hjá blokkinni. „En það var sveðjuárás á ganginum fyrir einhverju síðan. Ég flutti inn í nóvember og þetta var einhvern tímann rétt áður. Lögreglan handtók þá mann með sveðju, sem var ógnandi fyrir utan. Ég veit ekki hvort það hafi verið sá sami og var handtekinn núna,“ segir hann. Fréttastofa birti þetta myndband af árásinni í vikunni Hann segir að ríkið reki nokkrar íbúðir í götunni, í sumum séu hælisleitendur og öðrum unglingar. Það sé alls ekki þannig að það stafi vandræði af öllum íbúum íbúðanna. „En þegar lögreglan kom núna í vikunni og handtók þennan mann, þá vissi hún nákvæmlega hvert hún átti að fara. Hún brunaði upp að einni íbúð og vissi að hverjum hún var að leita, hún var svo ágeng,“ segir hann. Skotárás í fyrra Annar íbúi á Skyggnisbraut er móðir þriggja barna, en hún segir að börnin séu frjáls ferða sinna um hverfið og þau hafi ekki lent í neinum vandræðum. Börnin eru ellefu, níu og fjögurra ára. „Ég hef ekki orðið vör við að þeim stafi hætta af einhverjum mönnum,“ segir hún. „Það var þessi stunguárás í vikunni, og svo var skotárás í götunni við hliðina á minni, en ég hef ekki orðið vör við neitt annað,“ segir hún. Shokri Keryo, rúmlega tvítugur Svíi, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í apríl í fyrra fyrir skotárás sem átti sér stað við Silfratjörn í Úlfarsárdal í nóvember 2023. Hann hafði skotið fjórum skotum að fjórum mönnum. Íbúinn kannast við að lögreglan hafi reglulega heimsótt blokkirnar í götunni. „Jú það var svoleiðis, þá var lögreglan alltaf í blokkinni á móti mér. Þá var hún oftast bara inni hjá fólkinu. En ég veit svosem ekkert hvað það var,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um að maðurinn sem sakaður var um að hafa hrint öðrum fram af svölum hafi verið sýknaður af öllum kröfum í Landsrétti. Upphaflega kom aðeins fram að hann hefði verið dæmdur í fangelsi í héraðsdómi.
Lögreglumál Stunguárás í Úlfarsárdal Reykjavík Tengdar fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. 21. maí 2025 16:12 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. 21. maí 2025 16:12