„Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2025 19:13 Guðrún Eva er ráðalaus vegna aðstæða sonar síns sem fær ekki viðeigandi aðstoð. Stöð 2 Móðir fimmtán ára drengs með þroskaröskun óttast um líf hans en hún segir fjölskylduna allsstaðar koma að lokuðum dyrum. Hún segir son sinn hættulegan sjálfum sér og öðrum og óttast um öryggi hans sem og fjölskyldu sinnar. Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“ Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir hins fimmtán ára gamla Hjartar Hlíðars. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun og hefur þurft á sérstökum stuðning að halda í skóla. Guðrún ræddi við fréttastofu fyrir fjórum árum þegar Hirti þá tólf ára, var synjað um skólavist. Nú er hann orðinn fimmtán ára gamall og mjög andlega veikur og segir Guðrún hann þurfa á aðstoð Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að halda. Það hafi hins vegar reynst þrautinni þyngri að tryggja honum það úrræði og eftir að hafa ráðist á lögregluþjón var hann vistaður á Stuðla. „Stuðlar er meðferðarrúrræði fyrir börn undir átján ára eldri sem eru í neyslu. Hvers vegna var hann sendur þangað? Af því að það voru ekki til nein önnur úrræði og þeir lofuðu því að hann kæmist inn á BUGL strax daginn eftir því hann er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Hann er núna í október búinn að stela bíl mínum og eyðileggja hann, þar til dæmis hefði hann getað verið búinn að skaða marga og nokkrum sinnum eftir það líka,“ segir Guðrún. „Enn og aftur þarf ég að ljúga að barninu mínu að hann þurfi bara að bíða hér í smá tíma því ég og amma þín erum að fara niður á spítala á fund og við ætlum að bjarga þér í læknishendur. Barnið mitt brotnar í viðurvist þriggja ef ekki fjögurra starfsmanna þarna og öskrar: „Mamma hjálpaðu mér hjálpaðu mér hjálpaðu mér, ég vil bara hjálp ég drep mig ég drep mig ég drep mig ég drep mig.“ Hjörtur hafi brugðist illa við því að frekari aðstoð væri ekki í boði og segir Guðrún son sinn þá hafa verið beittan mikilli hörku, auk þess sem hann hafi ekki fengið lyfin sín og upplifað mikil fráhvarfseinkenni. „Á meðan það var beðið eftir sjúkrabíl þá grýtti lögreglan honum inn í sjúkrabíl og læsti og svo bankar hann og bankar og bankar á hurðina því hann þurfti svo mikið að æla. Fyrir utan sjálfsmorðshugleiðingarnar þá er barnið mitt í bullandi fráhvörfum af lyfjunum sem hann þarf að vera á en það opnar enginn fyrir honum og hann þarf að æla út um allt þarna inni. Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Hún lýsir fálæti kerfisins gagnvart syni sínum og segist ráðþrota vegna málsins. Foreldrar hennar aðstoði og hafi tekið Hjört að sér, tímabundið. „Nú sitja foreldrarnir mínir heima, því ég get ekki tekið hann, því mér ber að vernda tvö önnur börn líka og við eigum bara að bíða eftir næsta kasti og hvað skeður þá?“ Hún segir kerfið bjóða sér upp á tvo kosti, taka son sinn að sér, eða: „Eða ákveða það ha, vera með hin börnin mín og setja hann út á götu, því það ætlar enginn að taka hann. Ég er með pappíra þar sem er sagt að hann á ekki heima í þessu úrræði og ekki þessu.“
Geðheilbrigði Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Einhverfa Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira