Lífið

Væri til í 40 eigin­menn og nokkra sykurpabba

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Tónlistarkonan Kesha ræddi ástarlíf sitt við Drew Barrymore.
Tónlistarkonan Kesha ræddi ástarlíf sitt við Drew Barrymore. Jason Howard/Bauer-Griffin/GC Images

Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál.

„Ég hef alltaf verið smá göldrótt og er að reyna að senda lífið sem mig langar í út í umheiminn. Núna er ég að manifesta sykurpabba og snekkju. Kannski nokkra sykurpabba. Ég væri alveg til í allavega fjörutíu eiginmenn,“ sagði Kesha kímin í þættinum. 

Kesha skartaði silfruðum bol í viðtalinu sem var búinn til úr fjöldanum öllum af trúlofunarhringum. 

„Bolurinn er tileinkaður öllum mönnunum sem hafa reynt,“ hafði Kesha að segja um þessa einstöku flík. Hún hefur aldrei gengið í hjónaband en var þó trúlofuð um stund. 

„Svo langaði mig ekki að vera trúlofuð lengur. Ég áttaði mig ekki einu sinni á því að ég ætlaði að hætta með honum fyrr en ég var búin að semja lag um það. 

Þegar ég hlustaði á lagið áttaði ég mig á því að þetta samband væri búið. Það leiddi mig inn í sannleikann því ég get ekki logið í gegnum tónlistina.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.