Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Árni Sæberg skrifar 19. maí 2025 10:32 Grindvíkingar sem gert hafa hollvinasamning við Þórkötlu fá að gista í gömlu húsunum sínum í sumar. Vísir/Vilhelm Frá og með 28. maí munu þeir sem gert hafa svokallaðan hollvinasamning um sínar gömlu eignir í Grindavík einnig geta gist í þeim. Um er að ræða tímabundið verkefni til reynslu í sumar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið með verkefninu sé að ýta undir að íbúar haldi tengslum við bæinn og þar með auka líkurnar á að fólk flytji aftur til Grindavíkur þegar það er talið öruggt. Heimildin sé hugsuð til sumardvalar en ekki til fastrar búsetu. Borga hita og rafmagn Hollvinasamningar hafa staðið Grindvíkingum, sem selt hafa Þórkötlu hús sín í bænum, til boða frá ágúst í fyrra. Um er að ræða samning um afnot og aðgengi að húsunum gegn greiðslu þrjátíu þúsund króna einskiptisumsýslugjalds og mánaðarlegs kostnaðs af hita og rafmagni. Í tilkynningu segir að frá því að Þórkatla hóf að bjóða upp á hollvinasamninga hafi félagið fundið fyrir miklum áhuga hollvina á því að gista í eignunum. Sá áhugi hafi aukist jafnt og þétt en hingað til hafi ekki verið talið forsvaranlegt að leyfa gistingu. Í ljósi aðstæðna og þróunar í bænum hafi nú hins vegar verið tekin ákvörðun um að heimila hollvinum til reynslu að gista í eignunum yfir sumartímann, frá lok maí til loka september 2025. Annað umsýslugjald rukkað Heimildin byggi á því að staðsetning, ástand og staða brunavarna sé með þeim hætti að óhætt sé fyrir fólk að dvelja í eigninni næturlangt. Innheimt verði umsýslugjald þegar samningur um gistingu í sumar er undirritaður. Vonir standi til að hægt verði að endurvekja blómlega byggð í Grindavík sem fyrst. Grindvíkingar vilji snúa heim, ýmist sem fyrst eða þegar dregið hefur úr áhættu. Það sé mat Þórkötlu að fyrsta skrefið í þá átt sé að heimila gistingu hollvina, en síðar þegar aðstæður leyfa muni félagið leigja og selja fasteignir til Grindvíkinga. Ríflega sjötíu milljarða fjárfesting Þórkatla hafi gengið frá kaupum á 943 eignum í Grindavík, tekið við 913 eignum og gengið frá afsali fyrir 904 eignir í Grindavík. Heildarfjárfesting félagsins í þeim 943 eignum sem gengið hefur verið frá til þessa sé 71,6 milljarðar króna. Þar af séu kaupsamnings- og afsalsgreiðslur um 50 milljarðar og yfirtekin húsnæðislán um 21,6 milljarðar. Frestur einstaklinga til að sækja um sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík hafi runnið út 31. mars síðastliðinn en lög um framlengingu á frestinum til 30. júní 2025 séu í vinnslu hjá Alþingi sem stendur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira