Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 12:03 Grétar Þór segir ekki hægt að lesa beina stuðningsyfirlýsingu við Ísrael úr úrslitum gærkvöldsins í Eurovision. Inga Auðbjörg segir gengið ekki koma á óvart. Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“ Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira
VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“
Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Sjá meira