Innlent

Þrír réðust á ungan mann í Ár­bænum og flúðu á brott

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið er til rannsóknar lögreglu. Myndin er úr safni.
Málið er til rannsóknar lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þrjá menn sem réðust að einum í Árbænum í fyrrakvöldi eða nótt. Þeir eru sagðir hafa beitt höggum og spörkum gegn fórnarlambi sínu sem var ungur maður.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu, en þar segir að þremenningarnir hafi síðan flúið á brott, og nú sé málið í rannsókn.

Í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi, var tilkynnt um ökumann sem hafði ekið utan í annan bíl og svo ekið á brott.

Ökumaðurinn fannst í nágrenninu og var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Samkvæmt dagbókinni verður hann þar þangað til hann verður skýrsluhæfur.

Í miðbænum var tilkynnt um mann sem hafði kastað glerglasi í annan mann í miðborginni. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Fram kemur að sá sem fékk glerglasið í sig hafi hlotið minni háttar áverka.

Í umdæmi lögreglustöðvar 4, sem sér um löggæslu í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi, var maður handtekinn eftir að hafa slegið ungmenni. Fram kemur að maðurinn hafi verið ölvaður og að hann muni vera vistaður í fangaklefa þar til hann verði hæfur til að gefa skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×