Lífið

Bjarni Ara í ís­lensku dóm­nefndinni

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bjarni Ara sló í gegn með lagið „Aðeins lengur“ í söngvakeppninni 2025.
Bjarni Ara sló í gegn með lagið „Aðeins lengur“ í söngvakeppninni 2025. Mummi Lú

Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni.

Niðurstaða dómnefndarinnar verður tilkynnt í útsendingunni í kvöld en atkvæði þeirra vega 50 prósent á móti símaatkvæðum áhorfenda. Hera Björk söngkona, sem keppti fyrir Íslands hönd í fyrra, mun kynna stig íslensku dómnefndarinnar í kvöld.

Íslenska dómnefndin er þannig skipuð:

  • Hulda G. Geirsdóttir, útvarpskona og dagskrárritstjóri á RÚV (formaður dómnefndar).
  • Sindri Ástmarsson, hjá Senu og IcelandAirwaves.
  • Aníta Rós Þorsteinsdóttir, söngkona, dansari og danshöfundur.
  • Andri Þór Jónsson, yfirmaður markaðsmála hjá Öldu Music.
  • Bjarni Arason, söngvari.

Úrslitakvöld Eurovision verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV í kvöld kl. 19.00. 26 lönd keppa og verður íslenska atriðið það tíunda í röðinni.

Vísir verður með lifandi fréttavakt þar sem Bjarki Sigurðsson fréttamaður fylgist grannt með framvindu kvöldsins.


Tengdar fréttir

Krana­vatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu mar­tröð

Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með ein sigursælasta þjóð í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.