Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2025 10:31 Sigrún hefur unnið á Stöð 2 í sextán ár. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast. Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast.
Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira