Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Stefán Árni Pálsson skrifar 16. maí 2025 10:31 Sigrún hefur unnið á Stöð 2 í sextán ár. Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir býr á Akranesi ásamt eiginmanni sínum Jóni Þór Haukssyni knattspyrnuþjálfara og sonum þeirra þremur. Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast. Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira
Sigrúnu þarf ekki að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum því hún er margverðlaunuð og ein af vinsælustu sjónvarpskonum landsins. Og hefur hún bæði verið með létta og skemmtilega þætti og einnig þætti þar sem tekið er á þyngri málefnum. Og er hún jafnvíg á hvoru tveggja. Og Sigrún er ekki bara eldklár, hún hefur líka dúndur góðan húmor og ekki síst fyrir sjálfri sér sem er óborganlegt. Nú eru sýndir á Stöð 2 nýjustu þættir Sigrúnar Stóra stundin. Vala Matt fór fyrir Stöð 2 og kíkti á Akranes til Sigrúnar í Íslandi í dag. „Ég hef alltaf verið frekar brosmild frá því ég var barn og í raun smá lúði. Ég til dæmis safnaði öllu sem tengist lundum sem barn, en sem betur fer eldist það af mér,“ segir Sigrún Ósk en Vala bað hana um að segja áhorfendum frá einhverri staðreynd um sig sem fáir vita. Útsjónarsöm, ekki nísk „Það er eitt, það vantar í mig part af þremur hryggjarliðum. Maðurinn minn segir síðan að ég sé Íslandsmeistari í tuði innanhúss,“ segir Sigrún létt. Hún verði að sætta sig við það. Sindri Sindrason, fréttaþulur og sjónvarpsmaður, lýsir henni sem mjög útsjónarsamri manneskju. „Ég er alls ekki nísk en ég hef alltaf verið rosalega vel með það sem ég á og hef. Ég veit ekki hvort þetta sé uppeldi eða meðfætt eða hvort tveggja, en ég hef alltaf verið svona. Ég veit ég hljóma rosalega leiðinleg en þegar ég var yngri þá fékk ég alltaf peninga frekar en páskaegg.“ Sigrún er nú að hætta að vinna hjá Stöð 2 eftir sextán ár hjá stöðinni. En hvað tekur við? „Ég hreinlega veit það ekki í sannleika sagt og er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég veit að mig langar aðeins að prófa að gera eitthvað annað. Ég er búin að gera þetta eiginlega frá því að ég byrjaði á vinnumarkaði, og það er varla til skemmtilegra starf.“ Þá ræðir Sigrún þegar Sindri Sindrason heimsótti hana í þáttum sínum Heimsókn og opnaði ísskápinn. Úr varð viðurnefnið Sósu-Sigrún sem hún útskýrir í þættinum að eigi við engin rök að styðjast.
Ísland í dag Fjölmiðlar Tímamót Akranes Mest lesið Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Lífið Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Tónlist Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Lífið Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Lífið Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Lífið Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Lífið Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar Lífið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Lífið Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Lífið Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Lífið samstarf Fleiri fréttir Færa Vestur-Íslendingum rausnarlega afmælisgjöf Kemst ekki inn í landið og Hafdís þarf að bíða Matreiðslubókin hlaut eftirsótt alþjóðleg verðlaun Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið Gerðu sumarfríið að heitasta ástarævintýri ársins Eftirrétturinn sem Espresso Martini-aðdáendur elska Katrín Odds og Þorgerður eignuðust sólardreng Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set Væb fara í tónleikaferð um Evrópu Unnur Birna og Pétur keyptu einbýlishús í Garðabæ „Þetta var eins og draumur sem ætlaði aldrei að taka enda“ „Þegar ég hitti þá fyrst pissaði ég á mig“ Í hennar anda að vera ein slakasta brúður sögunnar „Fullkomin viðbót“ hjá Selmu og Sölva Uppáhalds sumardrykkur Gerðar: „Ég fæ ekki nóg“ Felix kveður Eurovision með tárum Matti og Brynhildur selja slotið og stefna á sveitasæluna Bríet og Reykjavíkurdætur á Kvennavöku annað kvöld Styrktarforeldrið Hafdís er fundin Quarashi aftur á svið Mikil stemning á Íslandshátíð í Tívólí í Kaupmannahöfn Merktur LXS skvísunum fyrir lífstíð Kristín og Þorvar gáfu syninum nafn á þjóðhátíðardaginn Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu Rappa á lýðveldishátíð í tívolíinu: „Heyri eiginlega bara íslensku hérna“ Indverji á leið til landsins leitar að SOS foreldrinu Hafdísi Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Magnús hjá Blue Car kaupir glæsiíbúð Bjögga Thors Dóttir Hilmis Snæs og Völu er Völudóttir Sjá meira