Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Bjarki Sigurðsson skrifar 6. maí 2025 20:30 Salvador Sobral, Daði Freyr og Jesse Matador vilja allir að Ísrael fái ekki að taka þátt í Eurovision. Brendan Hoffman/Baldur Kristjáns/Nigel Waldron Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár. Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Eftir viku stíga Væb-bræðurnir á svið í fyrri undankeppni Eurovision í Basel. Þeir eru fyrstir á svið og marka þannig upphaf keppninnar. Þeir mættu út til Sviss fyrir helgi og eru búnir með eina æfingu sem þeir segja hafa gengið vel. Búið er að uppfæra atriðið verulega. „Í Söngvakeppninni, þá erum við að syngja á íslensku og allir skilja okkur. En hérna úti veit enginn hvað við erum að blaðra um í þessu lagi. Þannig við þurfum aðeins að reyna að útskýra þetta betur. Grafíkin segir sögu svo fólk fattar að við erum að tala um báta og svona. Þetta er miklu meira grand. Sviðið er ekkert eðlilega stórt, við erum að nýta það allt,“ segja Væb-bræðurnir, Matthías og Hálfdán Matthíassynir. Veðbankar spá því að bræðurnir komist ekki í úrslit, en þeir hafa trú á sér og íslenska hópnum. „Ég held að fólk viti ekki alveg hverju það á að búast við. Við leynum á okkur. Svo er það eitt, krakkar nota ekki veðmálasíður,“ segja bræðurnir en það má gera ráð fyrir því að flest þeirra atkvæði komi frá yngri kynslóðinni. Í dag bárust fregnir af því tugir fyrrverandi Eurovision-fara hafi bæst við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, vísi ísraelska atriðinu úr keppni vegna hernaðaraðgerða ríkisins í Palestínu. Fjöldi íslenskra keppenda hafði þegar skrifað undir, til að mynda Daði Freyr, Ágústa Eva, meðlimir Hatara og Páll Óskar. Önnur stór nöfn á listanum eru til dæmis Salvador Sobral sem sigraði keppnina árið 2017, Charlie McGettigan sem sigraði árið 1994 og Jessy Matador, sem söng hið sívinsæla Allez Olla Olé í Noregi árið 2010. EBU sagði síðast fyrir mánuði að á meðan ísraelska ríkissjónvarpið væri enn hluti af sambandinu fái Ísrael að taka þátt í keppninni. Ekkert hefur bent til þess að afstaða EBU muni breytast á næstu dögum. Ísraelska atriðinu er spáð fimmta sæti í keppninni í ár.
Eurovision Tónlist Ísrael Sviss Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Eurovision 2025 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira