Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2025 06:52 Myndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom. Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að konan hafi stolið síma pizzasendilsins og hann elt hana. Hún hafi þá veist að honum með höggum í andlit hans. Konan er sögð hafa verið í annarlegu ástandi og var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Atvikið átti sér stað í umdæmdi lögreglustöðvar 1, sem sér um löggæslu í Vesturbæ, Miðborg, Hlíðum, Laugardal, Háaleiti og á Seltjarnarnesi. Í sama umdæmi var lögreglu tilkynnt um mann að ganga berserksgang á hótelherbergi. Maðurinn er sagður hafa haft orð á því að hann myndi slást við lögregluna þegar hún kæmi. Hann er sagður hafa verið í annarlegu ástandi sökum fíkniefna og verið óútreiknanlegur í hegðun. „Hann æstist og róaðist niður til skiptis,“ segir í dagbók lögreglu. Fram kemur að í herbergi hans hafi fundist meint fíkniefni. Maðurinn hafi verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem enn mmeiri fíkniefni fundust í hans vörslu. Í Breiðholti var tilkynnt um mann beran að ofan með barefli við húsnæði. „Hann verulega ölvaður og taldi það vera mikla köllun hans að vernda húsið í viðræðum við lögreglu. Hann sagðist ómögulega getað lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti,“ segir í dagbók lögreglu, en hann var handtekinn og vistaður í klefa. Tilkynnt var um eld á tveimur stöðum í borginni. Annars vegar í grilli matsölustaðar í umdæmi lögreglustöðvar 1, en slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva þann eld og segir í dagbókinni að engar meiriháttar skemmdir hafi orðið í eldhúsinu fyrir utan eldunartækið. Hins vegar var tilkynnt um eld í þvottavél á heimili í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sér um Hafnarfjörð og Garðabæ. Búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögreglan kom.
Pítsur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira