Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 18:17 Bílar af þessari gerð eru sjaldséðir hér á landi. Facebook Bleikum bíl af tegundinni Porsche var stolið úr Mosfellsdal í nótt. Eiganda þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu skuli hafa verið stolið. Hann fékk upplýsingar um að þjófurinn hafi rúntað á bílnum um borgina í dag en bíllinn komst í leitirnar fyrr í kvöld. Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“ Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Fannar Þór Þórhallsson eigandi bílsins var spurður af vinnufélaga sínum í morgun hver væri að rúnta um á bílnum hans og svarað á þann veg að vinnufélaginn væri líklega að ruglast, bíllinn væri inni í skúr í Mosfellsdal. Vinnufélaginn hafi þá lýst bílnum í smáatriðum og þá runnið á Fannar tvær grímur. „Ég hringi í frænda minn sem er með mér í skúrnum og spyr hvort hann hafi tekið bílinn, en hann segir nei. Þá bruna ég upp eftir og sé að það eru spólför á malarplaninu fyrir utan og búið að skemma bílskúrshurðina,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Við reiðstíg í Almannadal Fannari þykir furðulegt að bíl með slíka sérstöðu hafi orðið fyrir vali þjófsins. Hann tilkynnti stuldinn til lögreglunnar, sem tók málið til rannsóknar að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar frá deginum í dag. Sjálfur lagðist hann í rannsóknarvinnu en hann var staðráðinn í að komast á snoðir um hvar bíllinn væri niður kominn. „Það er hálfur heimurinn að leita að honum,“ sagði Fannar þegar fréttastofa náði tali af honum síðdegis. Hann segist hafa fengið upplýsingar um bílinn á Vesturlandsvegi og í Norðlingaholti í dag. „Það er eins og hann sé bara á rúntinum,“ sagði Fannar um þjófinn. Í þeim töluðu orðum sem blaðamaður ræddi við hann barst honum mynd af bílnum frá einum leitanda og gat ekki talað lengur. Uppfært 20:30: Myndin virðist hafa borið árangur en bíllinn er kominn í leitirnar að sögn Fannars. Hann segir í samtali við fréttastofu að bíllinn hafi fundist í Almannadal, þar sem honum hefði verið lagt utan reiðstígs og læst. „Ég á fullt af gömlum Porsce-um og átti einhvern nógu slitinn lykil sem ég gat tekið bílinn með.“ Fannar segir næsta mál á dagskrá að góma þjófinn eða þjófana, sem tók bæði bílinn og fleira í bílskúrnum, auk þess að hafa skemmt bílskúrshurðina. „En það er ánægjulegt að vera kominn með bílinn aftur, það er gott fyrsta skref.“
Bílar Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira