108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 11:00 Daníel hefur algjörlega snúið við blaðinu. Hann segist hafa horft í spegilinn einn daginn og ekki getað meir. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Lífið Fleiri fréttir Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning