108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 11:00 Daníel hefur algjörlega snúið við blaðinu. Hann segist hafa horft í spegilinn einn daginn og ekki getað meir. Nú fjórum árum seinna er hann 108 kílóum léttari, er orðinn 95 kíló og aldrei verið hamingjusamari, á kærustu og langar aftur í nám. Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Daníel Willemoes Olsen í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni en hann er í dag 35 ára Hafnfirðingur. „Ég var alltaf þyngir en allir krakkarnir, kannski tíu til tuttugu kílóum þyngri og maður fær ekkert að gleyma því,“ segir Daníel um barnæskuna sem hafi verið erfið. „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti. Ég var kallaður kubbur og fitubolla. Mér leið hræðilega og að mæta á hverjum degi í skóla var eiginlega andlegt morð. Ég mætti voðalega illa og stundum faldi ég mig einverstaðar og fór ekkert í skólann,“ segir Daníel og bætir við að hann hafi ekki verið nægilega duglegur að segja frá og að best hafi honum fundist að forðast ástandið. Eftir erfiða grunnskólagöngu fór hann í Flensborg en aðal hrekkjusvínið var á staðnum og hætti hann þar eftir eina önn. Mat notaði hann til þess að hugga sig en þunglyndið færðist smá og smá yfir. Forðaðist vini sína „Ég var farinn að forðast að vera með vinum mínum. Ég átti alveg vini en mér var farið að líða svo illa að mér leið ekkert betur að vera með þeim. Ég man eiginlega ekkert eftir tvítugsaldrinum. Það voru tölvuleikir og ég reykti gras, annað man ég ekki,“ segir Daníel sem var mest yfir 190 kíló. „Ég var búinn að gefast upp á lífinu og framtíðinni. Vendipunkturinn var 10. febrúar 2021. Þá vigtaði ég mig í fyrsta skipti í meira en ár og sá þá 190 kíló. Þá horfi ég í spegilinn og hugsa að ég sé að fara deyja eftir nokkur ár. Ég sá fyrir mér jarðarför, mömmu og bróðir minn og sá fyrir mér að þau skammist sín fyrir það að ég passi ekki í líkkistu. Ég gat ekki gert þeim það,“ segir Daníel sem tók þarna einn dag í viðbót af ofsaáti og byrjaði síðan. Þegar Daníel var sem þyngstur. „Ég byrjaði að borða bara epli og gulrætur fyrstu vikuna. Ég byrjaði strax að léttast og eiginlega á hverjum einasta degi. Ég var stöðugt að missa sex til níu kíló í hverjum einasta mánuði. Ég planaði fyrst að ég myndi fagna með pítsu í 180 kílóum en vildi það ekki þegar ég var kominn þangað. Svo 160, 150 en ég fékk mér aldrei pítsuna. Síðan næstum því þrettán mánuðum seinna var ég 95 kíló.“ Hann missti 108 kíló og það án þess að sprauta sig með þyngdarstjórnunnarpenna eða fara í hjáveituaðgerð. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“