Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. maí 2025 12:00 Krakkarnir í Væb á dómararennslinu í gær. Getty/Jens Büttner Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin. Síðustu ár hefur það verið þannig að á meðan kynnarnir ræða saman og byggja upp spennu fyrir því hvert næsta atriði sem kemst áfram er, flakkar myndavélin á milli keppenda að handahófi. Með því fyrirkomulagi var erfiðara að fanga raunveruleg viðbrögð þeirra sem komast áfram. Nú verður það þannig að þegar tilkynnt er um atriðin sem komast áfram verða þrjú atriði á skjánum í svokölluðu þrísplitti, sem þýðir að þrír rammar verða á skjánum með viðbrögðum þriggja atriða. Mynd segir meira en þúsund orð og hér sést skólabókardæmi um þrísplitt. Skiptum fréttamönnunum þremur út fyrir Eurovision-keppendur í græna herberginu og þá sjáið þið þetta fyrir ykkur. Eitt af þessum þremur atriðum á skjánum er næsta land sem kemst áfram. Keppendur geta því fullvissað sig um að þeir séu ekki næstir áfram ef þeir eru ekki á skjánum, eingöngu þeir sem eru í þessu þrísplitti gætu verið næsta lag áfram. Algóriþmi velur atriðin og sér til þess að ekkert land birtist í þrísplittinu oftar en þrisvar. Hann velur atriðið sem kemst næst áfram og svo tvö önnur. Þetta á þó eingöngu við um fyrstu níu tilkynningarnar, og þegar tilkynnt er um síðasta atriðið sem fer áfram verður notast við gamla fyrirkomulagið. Keppendur þurfa því ekki að örvænta þó að þeir séu ekki komnir áfram þegar búið er að sýna þá þrisvar. Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Eurovision 2025 Tengdar fréttir Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. 13. maí 2025 07:02 Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. 12. maí 2025 23:07 Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. 12. maí 2025 14:48 Mest lesið Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku Áskorun Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Lífið Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Lífið Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Lífið Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Lífið Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Lífið Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Lífið Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Lífið Munnvatnið skiptir öllu máli Lífið Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Lífið Fleiri fréttir Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Munnvatnið skiptir öllu máli Kærleiksherferð til heiðurs Bryndísi Klöru og betra samfélagi Heitur Teitur selur Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Rúm ungbarna eigi að vera ljót og leiðinleg Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Króli og Birta eiga von á barni Glæsihöll Haraldar við Elliðavatn Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Sabrina Carpenter gagnrýnd fyrir að ýta undir hlutgervingu kvenna Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Hreinar húðvörur sem þú vildir óska að þú hefðir kynnst fyrr Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Gríman og glens í Borgarleikhúsinu Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Ævintýralega flóknar útskýringar á framtaksleysi og leti Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu Skvísaðu þig upp fyrir íslenska sumarið Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Forsetabörnin loksins komin heim Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Sjá meira
Síðustu ár hefur það verið þannig að á meðan kynnarnir ræða saman og byggja upp spennu fyrir því hvert næsta atriði sem kemst áfram er, flakkar myndavélin á milli keppenda að handahófi. Með því fyrirkomulagi var erfiðara að fanga raunveruleg viðbrögð þeirra sem komast áfram. Nú verður það þannig að þegar tilkynnt er um atriðin sem komast áfram verða þrjú atriði á skjánum í svokölluðu þrísplitti, sem þýðir að þrír rammar verða á skjánum með viðbrögðum þriggja atriða. Mynd segir meira en þúsund orð og hér sést skólabókardæmi um þrísplitt. Skiptum fréttamönnunum þremur út fyrir Eurovision-keppendur í græna herberginu og þá sjáið þið þetta fyrir ykkur. Eitt af þessum þremur atriðum á skjánum er næsta land sem kemst áfram. Keppendur geta því fullvissað sig um að þeir séu ekki næstir áfram ef þeir eru ekki á skjánum, eingöngu þeir sem eru í þessu þrísplitti gætu verið næsta lag áfram. Algóriþmi velur atriðin og sér til þess að ekkert land birtist í þrísplittinu oftar en þrisvar. Hann velur atriðið sem kemst næst áfram og svo tvö önnur. Þetta á þó eingöngu við um fyrstu níu tilkynningarnar, og þegar tilkynnt er um síðasta atriðið sem fer áfram verður notast við gamla fyrirkomulagið. Keppendur þurfa því ekki að örvænta þó að þeir séu ekki komnir áfram þegar búið er að sýna þá þrisvar.
Eurovision Sviss Íslendingar erlendis Eurovision 2025 Tengdar fréttir Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. 13. maí 2025 07:02 Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. 12. maí 2025 23:07 Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. 12. maí 2025 14:48 Mest lesið Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku Áskorun Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Lífið Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Lífið Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Lífið Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Lífið Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Lífið Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Lífið Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Lífið Munnvatnið skiptir öllu máli Lífið Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Lífið Fleiri fréttir Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Munnvatnið skiptir öllu máli Kærleiksherferð til heiðurs Bryndísi Klöru og betra samfélagi Heitur Teitur selur Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Rúm ungbarna eigi að vera ljót og leiðinleg Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Króli og Birta eiga von á barni Glæsihöll Haraldar við Elliðavatn Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Sabrina Carpenter gagnrýnd fyrir að ýta undir hlutgervingu kvenna Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Hreinar húðvörur sem þú vildir óska að þú hefðir kynnst fyrr Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Gríman og glens í Borgarleikhúsinu Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Ævintýralega flóknar útskýringar á framtaksleysi og leti Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu Skvísaðu þig upp fyrir íslenska sumarið Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Forsetabörnin loksins komin heim Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Sjá meira
Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Væb-strákarnir stóðu sig óaðfinnanlega á dómararennsli fyrra undankvölds Eurovision í gærkvöldi. Líkurnar á að þeir komist áfram hafa aukist eftir framkomuna og þegar æft var hvernig stigin eru tilkynnt komust þeir áfram. 13. maí 2025 07:02
Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Væbbræður, þeir Matthías og Hálfdán, eru að eigin sögn sjúklega spenntir fyrir morgundeginum þegar þeir stíga fyrstir allra á stokk í fyrri undankeppni Eurovision. Þeir eru hæstánægðir með að vera fyrstir og lofa veislu. 12. maí 2025 23:07
Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Ísland er talið eiga fjörutíu prósent líkur á að komast áfram upp úr fyrri undankeppni Eurovision annað kvöld. Líkurnar hafa aukist hægt og rólega síðustu daga. 12. maí 2025 14:48