Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. maí 2025 22:14 Sigurður Kristinsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar. Hann var árið 2019 dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðaði innflutning á fimm kílóum af amfetamíni til Íslands frá Spáni í janúar 2017. Vísir/Villi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Kristinsson í átta ára fangelsi í stærsta kristal-amfetamínmál Íslandssögunnar. Fjórir hinna meðákærðu munu einnig sæta fangelsisvist en einn, sem nefndur er Y í dómnum, hefur verið sýknaður. Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Sexmenningarnir, sem allir neituðu sök, voru ákærðir fyrir skipulagða brotastarfsemi og stórfellt fíkniefnalagabrot, sem ákærðu sammæltust um að fremja, með því að hafa staðið saman að innflutningi á 5,733 kílóum af metamfetamín-kristöllum. Efnin, sem voru með 81 prósent styrkleika í metamfetamínbasa sem samsvarar 100 prósent metamfetamínklóríði, voru falin í Jagúar-bíl af gerðinni Daimler Double Six sem kom til Þorlákshafnar 11. október með flutningaskipinu Mykines frá Rotterdam í Hollandi. Lögregla lagði hald á fíkniefnin þegar bíllinn kom til landsins og skipti þeim út fyrir gerviefni áður en bíllinn var afhentur þremur mannanna, Sigfús Bergmann Svavarssyni, Baldri Þór Sigurðssyni og Y, þann 24. október. Mennirnir færðu síðan þeim fjórða, Agurim Xixa, bílinn í Reykjavík þar sem hann reyndi árangurslaust að fjarlægja efnin úr bílnum. Daginn eftir flutti Agurim bílinn, ásamt Sigurði Kristinssyni, að hesthúsahverfi þar sem Sigurður rétti Agurim og konu efnin og þau báru efnin inn í nærliggjandi hesthús. Lesa má ítarlega um framvindu málsins í yfirferð fréttastofu af aðalmeðferð málsins frá því í mars. Fylgdust með þeim í tvær vikur Fram kemur í dómnum, sem féll þann 28. apríl, að málsatvik séu að mestu óumdeild og á meðal helstu sönnunargagna séu samtímagögn með hljóðupptökum af samtölum ákærðu, myndbandsupptökum, ljósmyndum og upptökum af símtölum milli ákærðu, sem gefi „nokkuð glögga mynd“ af atburðarásinni. Lögreglan hafi þannig aflað dómsúrskurða sem veittu heimild til þess að koma fyrir hljóð- og myndupptökubúnaði undir Daimler-bílnum og komið fyrir hljóðupptökubúnaði í bíl Sigfúsar, sem hann og ákærðu, Baldur og Y, héldu til í. Lögregla hafði því fylgst náið með ferðum ákærðu í tvær vikur, frá því Daimler-bíllinn kom til landsins 11. október 2024 og þar til þeir voru handteknir 25. október. Fimm hljóta dóm en einn sýknaður Niðurstöður dómsins eru eftirfarandi. Sigurður Kristinsson hlýtur átta ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.229.714 krónur. Agurim Xixa hlýtur fimm ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.335.310 krónur. Baldur Þór Sigurðarson hlýtur fjögurra ára fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.338.140 krónur. Sigfús Bergmann Svavarsson hlýtur þriggja ára og sex mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar, samtals 9.849.094 krónur. Þá hlýtur kona tíu mánaða dóm en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þremur árum liðnum haldi hún skilorð. Maðurinn sem nefndur er Y í dómnum er sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent