Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2025 15:19 Jón Óttar Ólafsson, annar tveggja fyrrverandi lögreglumanna sem áttu ráðgjafarfyrirtækið PPP. Félagarnir njósnuðu um fólk fyrir Björgólf Thor Björgólfsson en RÚV segir nú að þeir hafi einnig stolið viðkvæmum gögnum frá lögreglu og sérstökum saksóknara. Vísir/Pjetur Fyrrverandi lögreglumenn sem njósnuðu um fólk fyrir hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar eru einnig sagðir hafa stolið viðkæmum persónugögnum úr rannsóknum lögreglu og saksóknara. Gögnin eru þeir sagðir hafa notað til þess að selja þjónustu ráðgjafarfyrirtækis síns. Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor. Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Fjallað var um njósnir tveggja fyrrverandi lögreglumanna um fólk fyrir Björgólf Thor í Kveik, fréttaþætti Ríkisútvarpsins, í síðustu viku. Þeir seldu Björgólfi þjónustu sína í gegnum félagið PPP sem hafði meðal annars unnið fyrir þrotabú og slitastjórnir við upplýsingaöflun og greiningu. Njósnirnar tengdust því sem varð síðar hópmálsókn hluthafa í gamla Landsbankanum á hendur Björgólfi Thor vegna falls bankans. Nú segir Ríkisútvarpið að á meðal gagna sem fyrirtækið PPP hafði undir höndum hafi verið persónuupplýsingar úr stórum sakamálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði. Lögreglumennirnir fyrrverandi sem áttu PPP hefðu síðan notað gögnin til þess að kynna starfsemi sína fyrir fyrirtækjum og stofnunum. Einnig hafi gögn komið úr rannsóknum embættis sérstaks saksóknara, sem mennirnir störfuðu báðir fyrir á tímabili. Hluti gagnanna hafi til dæmis verið samræður fólks um persónuleg mál sem aldrei hefði átt að geyma. Boðar RÚV frekari umfjöllun um það sem það kallar fordæmalausan gagnastuld í Kastljósi í kvöld. Þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, eigendur PPP, voru kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna árið 2012. Sérstakur saksóknari kærði þá vegna gagna sem þeir veittu skiptastjóra félagsins Milestone. Málið var síðar fellt niður. Ekki náðist stax í Jón Óttar við vinnslu þessarar fréttar. Hann hefur ekki tjáð sig um umfjöllun Kveiks í síðustu viku. PPP var afskráð árið 2013, um ári eftir að njósnir þess um ætlaða andstæðinga Björgólfs Thors fóru fram. Jón Óttar var skráður eigandi annars ráðgjafarfyrirtækis en nafni þess var breytt í PPP fjórum árum eftir að upphaflega félaginu var slitið. Það félag var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Lögreglumennirnir tveir buðu upphaflega lögmönnum sem undirbjuggu málsókn á hendur Björgólfi Thor þjónustu sína áður en þeir hófu störf fyrir hann til að verjast málsókninni. Í gögnum sem komu fram í umfjöllun Kveiks mátti sjá að lögreglumennirnir fyrrverandi hefðu ætlað að taka gögn frá embætti sérstaks saksóknara sem gætu nýst í málsókninni gegn Björgólfi Thor.
Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira