Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:05 Síðdegis verða kardinálarnir lokaðir inni í Sixtínsku kapellunni og páfakjör hefst. AP Photo/Gregorio Borgia Páfakjör hefst í dag og munu kardínálar kaþólsku kirkjunnar setjast niður í Sixtínsku kapellunni síðdegis og hefja leit að nýjum páfa. Prestur kaþólikka á Norðurlandi segir líklegt að kjörið dragist á langinn. Ólíklegt sé að einn þeirra sem gangi inn í kjörið sem páfaefni standi uppi sem næsti páfi. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar komu saman í síðustu messunni í Péturskirkjunni í Róm fyrir Páfakjör. Þar báðu þeir bænir, þar sem óskað var eftir styrk fyrir kardínálana til að velja rétta manninn í embættið. Konungar reynt að hafa áhrif Kardínálarnir sverja þagnareið og verða innilokaðir í kapellunni þar til niðurstaða fæst. Símanotkun er alfarið bönnuð og hefur kapellan verið kembd í leit að földum hlerunarbúnaði. Jafnframt er búið að setja upp tæki sem á að koma í veg fyrir að rafræn skilaboð berist inn og út. Séra Jürgen Jamin á Akureyri segir að hafa skuli í huga að á árum áður hafi fjölmörg ríki beitt sér í páfakjöri. „Í gamla daga reyndu fyrst og fremst Spánarkonungur, Frakklandskonungur og Austurríkiskeisari að hafa áhrif á þróun páfakjörsins. Allt fram að 1870 var páfi ekki bara andlegur leiðtogi kaþólsku kirkjunnar heldur þjóðhöfðingi. Hann er það líka í dag í Páfagarði en það er bara smáríki. Að 1870 tilheyrði stór hluti Ítalíu Páfagarði,“ segir hann. Líklegt að kjörið dragist á langinn Rúmlega 250 kardínálar eru starfandi í heiminum en af þeim eru 133, frá sjötíu löndum, kjörgengir. Kjörið gæti tekið marga daga en samkvæmt hefðum Vatíkansins eru haldnar fjórar atkvæðagreiðslur á dag þar til einhver hefur tryggt sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardínálum, eða 89 atkvæði. „Þetta gæti dregist á langinn vegna þess að kardínálarnir þekkjast varla. Þeir eru mjög margir núna, Frans páfi útnefndi marga kardinála og þeir hafa varla hist undanfarin ár. Það var covid og engin samkoma allra kardinála. Þeir hafa nú haft nokkra daga milli andláts páfa og upphafs kjörþings í dag til að ræða saman,“ segir séra Jürgen. Jürgen bendir á að páfakjör sé nokkuð sérstakt. Þar séu engir eiginlegir frambjóðendur og engar kappræður. „Þetta er frekar andleg athöfn. Kardinálarnir eru nú saman, nánast innilokaðir. Þeir biðja saman og það kemur í ljós í gegn um atkvæðagreiðslur hverjir eru páfaefni,“ segir hann. Þarf aukinn meirihluta atkvæða Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu komi fram fjöldi nafna og með hverri atkvæðagreiðslu minnki hópurinn þar til komist er að niðurstöðu. Eftir hverja atkvæðagreiðslu eru kjörseðlarnir brenndir í sérstökum ofni. Á meðan ekki er komin niðurstaða stígur svartur reykur upp úr strompi á kapelluþakinu en hvítur þegar nýr páfi hefur verið kjörinn. „Ef það tekst ekki í 33 umferðum fer fram atkvæðagreiðsla milli þeirra sem eru efst á listanum. Jafnvel þá þarf páfaefni að ná tveimur þriðju atkvæða.“ Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale Nokkrir hafa verið nefndir líklegastir til að taka við af Frans. Má þar nefna erkibiskupinn af Manilla í Filippseyjum, höfuð kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, hægri hönd Frans heitins og svo lengi mætti telja. Jürgen segist engar kenningar hafa um hver verði fyrir valinu. „Það eru til gömul ítölsk spakmæli sem segja: Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale. Það þýðir að sá sem fer í páfakjör sem páfaefni gengur út sem kardináli. Þeir sem eru oft taldir sigurstranglegir eru ekki kjörnir,“ segir séra Jürgen. „Allir þessir menn sem þú nefnir eru milli tannanna á fólki en það gæti verið að þetta komi okkur öllum á óvart, skemmtilega á óvart vonandi.“ Embættið er áhrifamikið og verður páfi andlegur leiðtogi 1,4 milljarða manna um allan heim. Frans páfi var til að mynda ötull talsmaður jaðarsettra og fátækra. Jürgen segir ólíklegt að nýr páfi feti beint í fótspor Frans. „Hver páfi mótar sitt embætti. Það fer eftir því hvernig skapferli hans er, hvernig menntun hans er og starfsreynsla. Það væri hlægilegt ef nýr páfi reyndi að herma eftir Frans páfa. Það er ekki mögulegt. Hann verður að leggja áherslu á sín mál en mér finnst ólíklegt að stefnunni sem Frans páfi valdi verði gjörbreytt.“ Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar læsa sig í dag inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Alls greiða 133 kardinálar frá sjötíu löndum atkvæði í páfakjörinu en ekki er ljóst hve langan tíma það mun taka. 7. maí 2025 08:53 Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Kardínálar kaþólsku kirkjunnar komu saman í síðustu messunni í Péturskirkjunni í Róm fyrir Páfakjör. Þar báðu þeir bænir, þar sem óskað var eftir styrk fyrir kardínálana til að velja rétta manninn í embættið. Konungar reynt að hafa áhrif Kardínálarnir sverja þagnareið og verða innilokaðir í kapellunni þar til niðurstaða fæst. Símanotkun er alfarið bönnuð og hefur kapellan verið kembd í leit að földum hlerunarbúnaði. Jafnframt er búið að setja upp tæki sem á að koma í veg fyrir að rafræn skilaboð berist inn og út. Séra Jürgen Jamin á Akureyri segir að hafa skuli í huga að á árum áður hafi fjölmörg ríki beitt sér í páfakjöri. „Í gamla daga reyndu fyrst og fremst Spánarkonungur, Frakklandskonungur og Austurríkiskeisari að hafa áhrif á þróun páfakjörsins. Allt fram að 1870 var páfi ekki bara andlegur leiðtogi kaþólsku kirkjunnar heldur þjóðhöfðingi. Hann er það líka í dag í Páfagarði en það er bara smáríki. Að 1870 tilheyrði stór hluti Ítalíu Páfagarði,“ segir hann. Líklegt að kjörið dragist á langinn Rúmlega 250 kardínálar eru starfandi í heiminum en af þeim eru 133, frá sjötíu löndum, kjörgengir. Kjörið gæti tekið marga daga en samkvæmt hefðum Vatíkansins eru haldnar fjórar atkvæðagreiðslur á dag þar til einhver hefur tryggt sér stuðning tveggja af hverjum þremur kardínálum, eða 89 atkvæði. „Þetta gæti dregist á langinn vegna þess að kardínálarnir þekkjast varla. Þeir eru mjög margir núna, Frans páfi útnefndi marga kardinála og þeir hafa varla hist undanfarin ár. Það var covid og engin samkoma allra kardinála. Þeir hafa nú haft nokkra daga milli andláts páfa og upphafs kjörþings í dag til að ræða saman,“ segir séra Jürgen. Jürgen bendir á að páfakjör sé nokkuð sérstakt. Þar séu engir eiginlegir frambjóðendur og engar kappræður. „Þetta er frekar andleg athöfn. Kardinálarnir eru nú saman, nánast innilokaðir. Þeir biðja saman og það kemur í ljós í gegn um atkvæðagreiðslur hverjir eru páfaefni,“ segir hann. Þarf aukinn meirihluta atkvæða Í fyrstu umferð atkvæðagreiðslu komi fram fjöldi nafna og með hverri atkvæðagreiðslu minnki hópurinn þar til komist er að niðurstöðu. Eftir hverja atkvæðagreiðslu eru kjörseðlarnir brenndir í sérstökum ofni. Á meðan ekki er komin niðurstaða stígur svartur reykur upp úr strompi á kapelluþakinu en hvítur þegar nýr páfi hefur verið kjörinn. „Ef það tekst ekki í 33 umferðum fer fram atkvæðagreiðsla milli þeirra sem eru efst á listanum. Jafnvel þá þarf páfaefni að ná tveimur þriðju atkvæða.“ Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale Nokkrir hafa verið nefndir líklegastir til að taka við af Frans. Má þar nefna erkibiskupinn af Manilla í Filippseyjum, höfuð kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, hægri hönd Frans heitins og svo lengi mætti telja. Jürgen segist engar kenningar hafa um hver verði fyrir valinu. „Það eru til gömul ítölsk spakmæli sem segja: Ci intra papá di conclave ne risorte cardinale. Það þýðir að sá sem fer í páfakjör sem páfaefni gengur út sem kardináli. Þeir sem eru oft taldir sigurstranglegir eru ekki kjörnir,“ segir séra Jürgen. „Allir þessir menn sem þú nefnir eru milli tannanna á fólki en það gæti verið að þetta komi okkur öllum á óvart, skemmtilega á óvart vonandi.“ Embættið er áhrifamikið og verður páfi andlegur leiðtogi 1,4 milljarða manna um allan heim. Frans páfi var til að mynda ötull talsmaður jaðarsettra og fátækra. Jürgen segir ólíklegt að nýr páfi feti beint í fótspor Frans. „Hver páfi mótar sitt embætti. Það fer eftir því hvernig skapferli hans er, hvernig menntun hans er og starfsreynsla. Það væri hlægilegt ef nýr páfi reyndi að herma eftir Frans páfa. Það er ekki mögulegt. Hann verður að leggja áherslu á sín mál en mér finnst ólíklegt að stefnunni sem Frans páfi valdi verði gjörbreytt.“
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Trúmál Tengdar fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar læsa sig í dag inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Alls greiða 133 kardinálar frá sjötíu löndum atkvæði í páfakjörinu en ekki er ljóst hve langan tíma það mun taka. 7. maí 2025 08:53 Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35 Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Kardinálar kaþólsku kirkjunnar læsa sig í dag inn í Sixtínsku kapellunni, þar sem þeir munu vera þar til þeir hafa valið nýjan páfa. Alls greiða 133 kardinálar frá sjötíu löndum atkvæði í páfakjörinu en ekki er ljóst hve langan tíma það mun taka. 7. maí 2025 08:53
Kardinálarnir læstir inni á morgun Kardinálar kaþólsku kirkjunnar munu á morgun setjast niður í Sixtínsku kapellunni og hefja leitina að nýjum páfa. Þar verða 133 kardinálar frá sjötíu löndum innilokaðir þar til hvítan reyk ber frá páfagerði, til marks um að nýr páfi hafi verið kjörinn. 6. maí 2025 11:35
Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58