Moskítóflugur muni koma til Íslands Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. maí 2025 22:08 Gísli Már Gíslason líffræðingur. Moskítófluga til hægri. Vísir/Getty Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“ Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Gísli Már var til viðtals um moskítóflugur og önnur fljúgandi kvikyndi sem bíta í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að engar moskítóflugur séu til á Íslandi en hún sé þó bara ein af undirættbálkum mýflugna. Í þeim ættbálki séu fjölmargar ættir. Geta bitið í gegnum buxur og jakka Gísli segir að á Grænlandi séu moskítóflugur sem geta bitið alveg í gegnum buxur og jakka. „Þær eru búnar að vera þar síðan í lok ísaldar. Þær hafa aðlagast að því að bíta aðallega sauðnaut og hreindýr, stór dýr ... þær eru með lengri rana,“ segir hann. Hann telur að grænlenska moskítóflugan myndi þola illa umhleypingar á Íslandi, því hér þiðni vötn um miðjan vetur og frjósi aftur. „Í Grænlandi er þetta stöðugra, ef það þiðnar er það búið svo kemur sumarið. Þá þroskast lirfurnar á tiltölulega skömmum tíma og púpa sig og svo flýgur fullorðna flugan upp og leitar að spendýri til að sjúga úr,“ segir hann. Moskító muni koma til Íslands Gísli á von á því að moskítóflugur muni koma til Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð. „Í nágrannalöndunum okkar eru yfir 40 tegundir af moskítóflugum sem bíta. Maður sér það með þeim loftslagsbreytingum sem núna eiga sér stað ... tegundir sem hafa verið bundnar við heit lönd við heita beltið hafa verið að færa sig norðar.“ Tígrismoskítóflugan sem margir hræðast hafi meðal annars verið að stinga sér niður í Frakklandi og Ítalíu. „Þannig að það á örugglega eftir það eru örugglega til tegundir í skandinavíu og bretlandseyjum sem geta vel lifað hérna, þær hafa bara ekki borist hingað til.“ Sumt mannfólk framleiði skordýrafælandi efni Gísli segir að nokkrar gerðir séu til af skordýrafælandi efnum. „Eitt það kraftmesta er kallað DEET, og var upprunalega framleitt af bandaríska hernum við lok stríðsins ... Sumt fólk framleiðir efni sem líkist þessu, þau eru ekki bitin ... Það ræðst af erfðafræðinni, þetta eru lífræn efni, lífefnafræðileg efni sem eru framleidd, þetta erfist,“ segir Gísli. Erfitt sé að komast að því hvort líkaminn framleiði þessi efni. „Moskítóflugur laðast að koltvísýringi, moskítóflugur laðast að líkamslyktinni, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum, svona táfýlu. Og fólk er oft bitið í neðri hluta í leggina og fæturna ef það er berfætt.“ „Meira að segja ef þú getur fengið illa lyktandi ost þá setjast moskítóflugur og reyna bíta hann.“
Skordýr Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum