Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2025 10:04 Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konuna út. Þetta er að gerast núna. Íbúinn myndar aðgerðirnar og segir hann að vegna þessa hafi fulltrúarnir nú kallað til lögreglu. vísir/anton brink Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. „Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu. Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
„Þetta er hin ljúfasta kona og gerir engum mein,“ segir einn íbúanna. Hann vill ekki koma fram undir nafni, svo mjög óttast hann aðra konu sem hefur að sögn terroríserað nágranna sína og í raun allt hverfið. Ljóst er að verið er að vísa konunni nauðugri úr íbúðinni.vísir/anton brink Konan sem verið er að bera út hefur ekki greitt leigu, að sögn vegna þess að hún telur sig ekki eiga að þurfa þess vegna ofsókna annarrar konu sem hefur meðal annars farið um stigaganginn með exi og ógnað fólki. Þá telja nágrannar að hún hafi brotist inn í íbúðirnar og stolið þar öllu steini léttara. Vísir greindi í gær frá þessari stöðu en Jón Daníelsson ellilífeyrisþegi hafði ófagra sögu að segja af ástandinu við Bríetartún 20. „Ég hef mætt þessari konu, terroristann, hér á ganginum með exi,“ segir nágranninn. „Hún ætlaði bara í mig. Ég sagði: Bíddu, bíddu, ég ætla að gefa þér svolítið. Og fór og náði í silfurlitaða „speisúlpu“ og gaf henni. Og þá var eins og það bráði af henni.“ Téður íbúi segist ekki þora fyrir sitt litla líf að geyma nokkuð fémætt í geymslu sinni. Þaðan er öllu stolið. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Jón Daníelsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Konan býr sem verið er að bera út býr á efstu hæð og er ljósmyndari Vísis á staðnum og fylgist með því sem fram fer. Íbúinn segir telur að um mikið óréttlæti sé að ræða og hann segir ekki nokkra leið að ná tali af neinum fulltrúa Félagsbústaða vegna málsins. Fyrr en nú, að aðgerðirnar eru hafnar. Íbúinn ónefndi segir að klukkan sjö í morgun hafi verið mættir tveir til að þrífa stigaganginn en þar hafi sameignin, en allur stigagangurinn er í eigu Félagsbústaða, ekki verið þrifin síðan hann man ekki hvenær. Lögreglan er mætt en konan er inni í íbúðinni.vísir/anton brink Greint var frá því í frétt Vísis í gær að dóttir Jóns hafði glímt við fíknivanda í mörg ár og sé í virkri neyslu. Í hverjum mánuði fái hún tæpar fjögur hundruð þúsund krónur greiddar frá Tryggingastofnun sem hún á að nota meðal annars í að greiða leigu. Peningurinn hefur áður horfið skömmu eftir mánaðamót til að fjármagna neyslu hennar og vill Jón að Félagsbústaðir geti fengið leiguna beint frá Tryggingastofnun. Fréttin er í vinnslu.
Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Fíkn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira