Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 20:04 Kirkjugestirnir, sem mættu í þjóðbúningum í þjóðbúningamessu í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sunnudagsmorguninn 4. maí 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira