Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. maí 2025 15:17 Frá Grímsvötnum. Mynd úr vatni. vísir/vilhelm Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“ Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Góð veðurskilyrði í gær gerðu veðurfræðingum kleift að rýna vel og vandlega í myndir úr gervitungli af yfirborði íslands en þær sýna óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí. Sjaldan hafi verið jafn lítill snjór á hálendinu á þessum árstíma og er nánast snjólaust á Kili. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á þessu á vef sínum Bliku og sagði snjóleysið mega rekja til lítillar snjókomu til fjalla eftir áramót, til leysinga í febrúar og fram í mars og þá var apríl sérlega hlýr og þurr mánuður. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.skjáskot Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands, segir snjóleysið hafa töluverð áhrif á jökla landsins í sumar. „Þetta er óvenjulegt skilst mér. Jafnvel snjóminnsta vor í 20 ár á einhverjum stöðum samkvæmt sjónmati staðkunnugra. Við fáum betri upplýsingar þegar mælingamenn Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar verða komin með mælingar á stærstu jöklunum.“ Niðurstöður mælinga muni liggja fyrir í lok vikunnar. Lítið af ályktunum sé hægt að draga eins og er og ekki óvenjulegt að mismikill snjór sé á milli ára. Tómas segir stöðuna í raun ekkert hafa með loftslagsbreytingar að gera. „Við eigum frekar von á því að úrkoma fari vaxandi með hlýnandi loftslagi. Það hefur þegar hlýnað um eina til tvær gráður frá loftslaginu sem var hér áður en loftslagsbreytinga af mannavöldum fór að gæta. Það breytir því ekki að það geta komið snjólétt ár í þessu hlýrra loftslagi sem nú er orðið. Þetta virðist vera eitt þeirra. En ég á ekki von á því að þessi tiltölulega litli snjór hafi neitt sem slíkur með loftslagsbreytingar að gera.“ Tómas Jóhannesson, fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði.vísir/sigurjón Snjóleysið hafi þau áhrif að varnir jökla landsins gagnvart hlýju og sólarljósi eru minni en ella. „Þessi litli vetrarsnjór gerir það að verkum að snjó leysir fyrr af leysingasvæði jöklanna. Gamalt hjarn kemur fyrr í ljós. Leiðir þá væntanlega til þess að það verður meiri leysing á jöklunum svo þetta er slæmt upp á jöklabúskapinn. Jöklarnir munu rýrna meira á meðal ári, væntanlega ef sumarið verður svona meðal sumar.“
Loftslagsmál Jöklar á Íslandi Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira