„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. maí 2025 12:22 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Sjá meira