„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. maí 2025 12:22 Páll Pálsson fasteignasali segir þróunina á húsnæðismarkaðnum sorglega. vísir/vilhelm Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í dag að aðeins sé búið að selja 40 íbúðir af 300 á átta þéttingarreitum í Reykjavík frá áramótum. Ef miðað er við að byggingarkostnaður íbúðanna sé að jafnaði 80 milljónir hefur kostað um 20 milljarða króna að byggja íbúðirnar 260 sem eru enn óseldar. Verðbilið of mikið Páll Pálsson fasteignasali segir um sorglega þróun að ræða. Vextir Seðlabankans hafi mikil áhrif á markaðinn. Mestu máli skipti þó að íbúðir á þéttingarreitunum séu of verðháar miðað við aðrar íbúðir á markaðnum. Enda hafi verið of dýrt að byggja nýjar íbúðir miðað við núverandi fyrirkomulag. „Þetta hefur verið sorgleg þróun. Nærri 65 prósent af nýtingarverkefnum eru ekki að seljast og hafa ekki verið að seljastá tólf til átján mánuðum. Það eru svo sem nokkrar skýringar og ein sú helsta er að verðbilið á milli þeirra eigna sem eru í sölu á þessum þéttingarreitum í dag og eldri eigna er of mikið.“ Um 500 manns komi á markaðinn fyrir hverja lækkun Svipuð staða hafi komið upp árin 2018 og 2019 þegar um sjö til átta hundruð íbúðir stóðu auðar og tilbúnar til afhendingar. Páll bendir á að markaðurinn hafi tekið við sér þegar að endursölueignirnar hækkuðu loks í verði. „Vextirnir hafa náttúrulega gríðarlega mikil áhrif á þá eftirspurn. Fyrir hverja 0,25 prósent lækkun er talið að um 400 til 500 manns sem komi inn á markaðinn sem geti keypt sér fasteign.“ Miðað við núverandi markað séu nýju íbúðirnar of dýrar. Einnig sé óánægja með skort á bílastæðum. „Það eru kannski bara 0,4 til 0,7 bílastæði fyrir hvert verkefni. Það er bara of lítið. Sérstaklega þar sem þeir sem eru að kaupa flestar þessar íbúðir og hefur efni á því er kannski fólk sem er að minnka við sig. Það er að segja, hefur efni og getu til að kaupa þessar eignir. Þetta fólk er flest á allavega einum, ef ekki tveimur bílum.“ „Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík“ Páll kveðst þó vongóður um að markaðurinn muni taka við sér. „Ég held að þessar eignir munu að sjálfsögðu seljast á endanum þegar að eldri eignirnar í raun og veru hækka í verði. Vissulega hefur verið mikil eftirspurn eftir minni íbúðum og við sjáum það til dæmis í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði. Þar hefur sala gengið ágætlega, þar sem að eru litlar íbúðir og verið að bjóða þær með hlutdeildarláni. Því miður eru ekki svoleiðis verkefni miðsvæðis í Reykjavík,“ segir Páll. „Þetta eru meira eða minna eignir sem eru dýrar og eru hugsaðar fyrir annan markhóp. Fólk sem er fætt á árunum 1946 til 1964. Þessi markhópur er í miklu magni að færa sig úr einbýlishúsunum yfir í fjölbýlin en þau vilja hafa stærri stofur og stærri eignir en þær eru allt of allt of dýrar. Fólk finnst það ekki fá nægilega mikinn pening fyrir að selja einbýlishús og kaupa íbúð í staðinn.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Fleiri fréttir Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Sjá meira