Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. apríl 2025 16:08 Andy Butler hitar upp fyrir Arcade Fire í Mílanó sumarið 2017. Getty/Sergione Infuso Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist. Um er að ræða fyrstu tónleikana í bíóinu síðan eigendaskipti urðu á dögunum og fjallað var um á Vísi. Hercules & Love Affair var stofnuð árið 2004 af DJ og tónskáldinu Andy Butler í New York. Hljómsveitin sló í gegn með laginu „Blind“ árið 2008, þar sem Anohni (áður Antony Hegarty) söng, og var lagið valið besta lag ársins af Pitchfork. Frá þeim tíma hefur sveitin gefið út fimm plötur; Blue Songs (2011), The Feast of the Broken Heart (2014), Omnion (2017) og In Amber (2022). Síðasta platan, In Amber, markaði nýja stefnu með dekkri og tilfinningaríkari tónlist, þar sem áhrif frá póstpönki og gotnesku rokki voru áberandi. Á tónleikunum í kvöld munu nýir meðlimir hljómsveitarinnar, íslensku tónlistarkonurnar Elín Ey og trommuleikarinn Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, stíga á svið. Elín Ey söng með í laginu „Grace“ á In Amber plötunni, og Sólrún Mjöll er þekkt fyrir kraftmikinn trommuleik og hefur unnið með ýmsum íslenskum tónlistarmönnum auk þess að vera trommuleikari Flott. Hercules & Love Affair hefur unnið með fjölbreyttum hópi listamanna og blandað saman ólíkum stílum, þar á meðal diskó, house og teknó. Bandið hefur unnið með listamönnum eins og Sharon Van Etten, John Grant og Mashrou Leila. Reikna má með bæði dansvænum og tilfinningaríkum tónleikum þar sem nýtt og eldra efni verður flutt í bland. Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Um er að ræða fyrstu tónleikana í bíóinu síðan eigendaskipti urðu á dögunum og fjallað var um á Vísi. Hercules & Love Affair var stofnuð árið 2004 af DJ og tónskáldinu Andy Butler í New York. Hljómsveitin sló í gegn með laginu „Blind“ árið 2008, þar sem Anohni (áður Antony Hegarty) söng, og var lagið valið besta lag ársins af Pitchfork. Frá þeim tíma hefur sveitin gefið út fimm plötur; Blue Songs (2011), The Feast of the Broken Heart (2014), Omnion (2017) og In Amber (2022). Síðasta platan, In Amber, markaði nýja stefnu með dekkri og tilfinningaríkari tónlist, þar sem áhrif frá póstpönki og gotnesku rokki voru áberandi. Á tónleikunum í kvöld munu nýir meðlimir hljómsveitarinnar, íslensku tónlistarkonurnar Elín Ey og trommuleikarinn Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, stíga á svið. Elín Ey söng með í laginu „Grace“ á In Amber plötunni, og Sólrún Mjöll er þekkt fyrir kraftmikinn trommuleik og hefur unnið með ýmsum íslenskum tónlistarmönnum auk þess að vera trommuleikari Flott. Hercules & Love Affair hefur unnið með fjölbreyttum hópi listamanna og blandað saman ólíkum stílum, þar á meðal diskó, house og teknó. Bandið hefur unnið með listamönnum eins og Sharon Van Etten, John Grant og Mashrou Leila. Reikna má með bæði dansvænum og tilfinningaríkum tónleikum þar sem nýtt og eldra efni verður flutt í bland.
Tónlist Reykjavík Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira