Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 20:47 Hvalurinn er um sex metrar að lengd og er ástand hans enn nokkuð gott. „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land. Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land.
Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira