Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. apríl 2025 21:44 „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt,“ segir Halldóra Björg Guðmundsdóttir, leikkona í sýningunni Ride the Cæclone. Gnosis Sviðslistakona sem lagði út fyrir uppsetningu leiksýningar sjálfsstæðs sviðslistahóps í Iðnó lenti í því óhappi á frumsýningu að falla í gólfið með þeim afleiðingum að hnéskel hennar fór úr lið. Sýninguna fjármagnaði hún með launum sínum hjá frístundaheimili í Reykjavík. Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra. Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Halldóra Björg Guðmundsdóttir er einn sjö leikara í leikhópnum Gnosis sem stendur að uppsetningu söngleiksins Ride the Cæclone í Iðnó um þessar mundir. Hún, ásamt einum öðrum í hópnum, leggur út fyrir uppsetningunni úr eigin vasa. Bæði starfa þau á frístundaheimili. Hópurinn hafði mánuðum saman unnið hörðum höndum að sýningunni og mikil spenna ríkti fyrir frumsýningarkvöldinu á þriðjudaginn. Sýningin gekk smurt fyrir sig þar til í lokaatriðinu, þegar Halldóru skrikaði fótur. „Það er smá eftir af lokalaginu og við erum að dansa. Ég stíg eitthvað skringilega og dett í gólfið, og finn það í augnablikinu að það er eitthvað að,“ segir Halldóra í samtali við blaðamann. Konfettíið enn að hrynja Leikhópurinn flytur söngleikinn á ensku, og olli látbragð Halldóru eftir fallið því að áhorfendur virtust ekki klárir á hvað gengi á. Héldu jafnvel að fallið væri hluti af sýningunni. „Áhorfendur eru ekki að fatta fyrr en ég kalla á íslensku, ég er farin úr lið! Þá stoppar allt.“ segir Halldóra. Í framhaldinu hafi orðið uppi fótur og fit. Sjúkrabíll verið kallaður til og afar hjálplegur áhorfandi, sem reyndist gömul skátakona, aðstoðað hana. „Ég er föst á gólfinu og það er ennþá konfettí að hrynja úr loftinu. Ég ligg þarna í svona korter áður en sjúkrabíllinn kemur.“ Ride the Cæclone fjallar um kaþólskan kór sem deyr í rússíbanaslysi. Svartur húmor og vinsæl lög meðal ungra söngleikjaunnenda einkenna leiksýninguna. Gnosis Og hvað var það sem gerðist? „Hnéskelin mín fór úr lið. Þetta var meira að segja góða hnéð mitt sem er ákveðinn skellur,“ segir Halldóra kímin. Tekur þetta á hnefanum Þegar sjúkraflutningamenn bar að garði hafi henni verið kippt aftur í lið, enn uppi á sviði með nýhrunið konfettíið allt um kring. „Ég held að öskrin mín hafi heyrst um alla bygginguna. Þetta var rosalegt og hnéð mitt er núna fimmfalt.“ Atvikið olli því að aflýsa þurfti næstu sýningu, kvöldið eftir. Ákveðið svekkelsi í ljósi þess hve mikill vinna hefði farið í þetta allt saman. Hópurinn stefnir þó á aðra sýningu þann 30. apríl, þrátt fyrir að Halldóra segi hnéð sitt nú á við fimm. „Ég er svo andskoti þrjósk að ég læt þetta ekki stoppa mig.“ Ride the Cæclone er önnur sýningin sem leikhópurinn Gnosis setur upp. Gnosis Engin sýning án peninganna og Iðnó Sem fyrr segir hjálpast Halldóra og annar leikari í hópnum að við að fjármagna sýninguna úr eigin vasa. „Við erum bara áhugamenn um leikhús, vinnum bæði í frístund. Þannig að við erum bara að borga þetta sjálf. Annars væri engin sýning.“ Iðnó hefur styrkt hópinn með því að leyfa honum að sýna leiksýninguna endurgjaldslaust. „Við sóttum alls staðar um styrki og fengum sem betur fer þennan styrk frá Iðnó og fáum að vera þar. Án þeirra hefðum við ekki möguleika á að setja þetta upp,“ segir Halldóra. Sýningin er flutt á ensku, hvers vegna? „Ef við horfum á íslenska leiksamfélagið er rosalega lítið sýnt á ensku. Það eru margir sem búa hérna og tala ekki málið eða skilja ekki nógu mikið til að fara í hefðbundið leikhús. Við reynum að velja öðruvísi leikverk, eitthvað sem brennum fyrir, og ákváðum að sýna á ensku,“ segir Halldóra.
Leikhús Menning Tónlist Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira