„Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 21:42 Opnunartími sundlauga Reykjavíkur lengist í sumar. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um að lengja opnunartíma sundlauga um klukkutíma í sumar. 20 milljónir spöruðust í fyrra þegar opnunartíminn var styttur. Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Opnunartími sundlauga Reykjavíkur var styttur í apríl á síðasta ári og lokuðu sundlaugar þá klukkan 21 á kvöldin í stað 22 eins og áður var. Ákvörðunin vakti reiði margra og meðal annars foreldra ungs fólks sem sögðu sundlaugarnar vinsæla kvöldafþreyingu og gott mótvægi við skjánotkun. Nú hefur menningar- og íþróttaráð borgarinnar hins vegar ákveðið að lengja opnunartímann á ný fyrir sumarið. Oddur Ævar Gunnarsson fréttamaður ræddi við Skúla Helgason formann ráðsins í kvöldfréttum og spurði af hverju þessi ákvörðun hefði verið tekin. „Það er bara af því að það er svo frábært að fara í sund í sumrin. Við þurftum að stytta útaf hagræðingakröfum í fyrra en nú eru vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni.“ „Svo erum við líka að hlusta á það að það skiptir máli upp á forvarnir og heilsu, ekki síst ungu kynslóðarinnar, að drífa sig í sund og nota sundið sem mest. Það er blanda af þessu tvennu.“ Lengdur opnunartími sundlauga kostar borgina sjö milljónir króna en Skúli segir að þetta skref sé tekið í tilraunaskyni. „Þetta eru ekki risafjármunir en þeir skipta máli í rekstrinum þegar þarf að velta við hverjum steini. Það spöruðust 20 milljónir með því að stytta opnunartímann í fyrra. Nú erum við að taka þetta skref til baka í tilraunaskyni, kannski getum við tekið enn stærra skref á næsta ári. Við vonum það auðvitað,“ bætti Skúli við. Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Heilsa Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira