Nú eru vélar Icelandair orðnar 42 sem fljúga til Bandaríkjanna og áfangastaðirnir þar 20 talsins. Ísland í dag fór með í fyrsta flug til Nashville og í þætti gærkvöldsins kynntist Sindri Sindrason einni líflegustu borg heimsins sem þekktust er fyrir tónlist og góðan mat. Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
„Nashville er ótrúlega skemmtileg borg og við finnum fyrir miklum áhuga á henni. Íslendingar eru í rauninni ekki stór hluti af okkar farþegum og við höfum séð á undanförnum árum mikinn farþegafjölda koma frá Nashville,“ segir Tómas Ingason hjá Icelandair en Nashville er nítjándi áfangastaður Icelandair í Bandaríkjunum. Fyrirtækið heldur úti 42 flugvélum yfir sumarmánuðina. En Íslendingar eru aðeins fimmtán prósent viðskiptavina félagsins. Miami verður tuttugasti áfangastaðurinn.
„Þetta er sjö hundruð þúsund manna borg sem er ekki svo stór en að auki er um sjötíu prósent Bandaríkjamanna í tveggja klukkustunda fjarlægð frá þessum flugvelli hérna. Sem þýðir það að með þessum eina áfangastað er verið að stækka markaðssvæði Icelandair alveg ótrúlega,“ segir Svanhildur Hólm sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.
Borgin er mögnuð og þarna snýst allt um tónlist. Mannlífið mikið eins og sjá má hér að neðan í innslagi Íslands í dag en móttökurnar á flugvellinum þegar félagið lenti voru nokkuð skemmtilegar.