Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 20:32 Sigrún fagnar því að til standi að gera breytingar á reglugerð um baðstaði. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir það vera áhætturekstur að reka óklóraða sundlaug eða baðlón þar sem heilsuspillandi bakteríur laumist með óböðuðum ferðamönnum víða í sundlaugum landsins. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir. Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir fjölgun óklóraðra baðlóna varhugaverð þróun. Ferðamenn fari gjarnan ofan í án þess að baða sig og mengi þar með laugina. Hún ræddi þetta í Reykjavík síðdegis í dag. „Mér finnst þetta mjög miður. Þetta kemur mér kannski ekkert mjög á óvart en mér finnst að rekstraraðilar þessara sundstaða ættu að taka harðar á þessu með sundfötin. Fólk er jafnvel að fara í óhreinum fötum í laugina og sumar af þessum laugum eru óklóraðar og þar af leiðandi fara allar þær bakteríur sem fylgja þessum ferðamönnum ofan í laugina. Þar með eru þeir búnir að menga laugina,“ segir hún. Sýkingar komi jafnvel upp í klóruðum laugum Það sé staðreynd að mesta mengunin í sundlaugum landsins berist með baðgestum og að engin leið sé að vita hvað fylgi þeim sem fari jafnvel ofan í laugina í óhreinum nærfötum eða íþróttafötum. Sigrún segir sjúkdómsvaldandi bakteríur geta mengað laugina og að sýkingar geti jafnvel komið upp í laugum sem eru klóraðar. Því hefur hún áhyggjur af fjölgun óklóraðra baðlóna. Sigrún segir að ellefu nýjar óklóraðar laugar séu í bígerð víða um landið. „Þessar óklóruðu laugar eru náttúrlega bara áhættubissness,“ segir hún. Breytingar á reglugerðinni í bígerð Hún segir að reglugerð um baðstaði landsins vera óskýra og matskennda. Því fagnar hún því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hyggist gera breytingar á henni. „Fyrir okkur heilbrigðiseftirlitið er frekar erfitt að fara eftir þessari reglugerð því hún er svo ónákvæm og það er svo mikið af matskenndum atriðum sem okkur er gert að túlka rétt,“ segir hún um núgildandi reglugerð. Erum við að tapa baráttunni við óbaðaða sundlaugagesti? „Ég held það,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir.
Ferðaþjónusta Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Sundlaugar og baðlón Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira