Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 13:13 Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. „Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“ Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira
„Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“
Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Sjá meira