Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2025 08:56 Með hagræðingaraðgerðunum í Kópavogi verður aðeins önnur af tveimur sundlaugum sveitarfélagsins opin á rauðum dögum í stað beggja áður. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki. Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki.
Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira