Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2025 08:56 Með hagræðingaraðgerðunum í Kópavogi verður aðeins önnur af tveimur sundlaugum sveitarfélagsins opin á rauðum dögum í stað beggja áður. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðir til þess að mæta launahækkunum kennara í gærkvöldi. Laun kjörinna fulltrúa verða meðal annars lækkuð, opnunartími í sundlaugar verður skertur og sumarstörfum fækkar. Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki. Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Flest sveitarfélög á landinu skoða nú hvernig þau eigi að standa undir launahækkunum sem samið var um við leikskóla- og grunnskólakennara í vetur sem voru umfram þær sem þau gerðu upphaflega ráð fyrir. Fjárhagsgatið í Kópavogi nam 670 milljónum króna. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins samþykkti hagræðingaraðgerðir á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Fundargerð hefur enn ekki verið birt á vefsíðu bæjarins en Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skrifar á Facebook-síðu sína að á meðal aðgerða sé lækkun launa kjörinna fulltrúa, launafrysting æðstu stjórnenda bæjarins og skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Þá verða sjálfvirkar endurráðningar stöðvaðar nema með rökstuddum undanþágum. Fulltrúar minnihlutans höfðu gagnrýnt að ekki stæði til að lækka laun Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, nema að hluta. Hún fær bæði laun sem kjörinn bæjarfulltrúi og sem bæjarstjóri. Andri Steinn segir að laun Ásdísar sem kjörinn fulltrúi lækki og að kjör hennar sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verði fyrst fram í júlí 2026 líkt og annarra lykilstjórnenda. Það feli í sér raunlækkun launa yfir tímabilið. Ein sundlaug af tveimur opin á rauðum dögum Bærinn ætlar einnig að selja eða leigja út Geðræktarhúsið, sem er gamla Hressingarhælið, og draga úr aðkeyptri þjónustu. Launaáætlun leikskóla hefur verið uppfærð vegna minni yfirvinnu í samræmi við breyttar áherslur Kópavogsmódelsins svonefnda. Módelið felur í sér að sex tíma leikskóladvöl er gjaldfrjáls í bænum en foreldrar hafa þurft að greiða meira en áður fyrir lengri dvöl. Hluti hagræðingarinnar felst einnig í auknum tekjum, meðal annars vegna hærra útsvars kennara og hækkandi framlags úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Andri Steinn segir að bæjarbúar verði lítið varir við flestar breytingarnar. Undantekning á því sé meðal annars að aðeins önnur tveggja sundlauga sveitarfélagsins verði opin á rauðum dögum í stað beggja áður, sumastörfum fækki líttilega og gjaldskrár sumarsnámskeiða hækki.
Kópavogur Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Sundlaugar og baðlón Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira