Dæla tölvupóstum á ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 10:54 Yvon Chouinard er stofnandi og eigandi Patagoniu. Fyrirtækið berst gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala hér á landi. Vísir/Getty/Vilhelm Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu. Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira