Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. apríl 2025 10:18 Cruise laut höfði þegar hann minntist síns gamla félaga. AP Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær. Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Kilmer lést þriðjudaginn 1. apríl, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði þar áður glímt við hálskrabbamein um árabil. Kilmer var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins og skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék hinn roggna Iceman, helsta keppinaut Maverick sem Tom Cruise lék, í hasarmyndinni Top Gun (1985). Fjöldi fólks minntist leikarans, ástríðu hans og leikhæfileika, eftir andlátið en þó vakti athygli að ekkert skyldi bóla á minningarorðum eða kveðju frá Tom Cruise í ljósi sögu þeirra. En í gærkvöldi rauf Cruise þögnina á kvikmyndaráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas þar sem hann var að kynna Mission Impossible: Final Reckoning. Stundarþögn fyrir kæran vin „Ég vil heiðra kæran vin minn, Val Kilmer,“ sagði Cruise þegar hann steig á svið í Vegas. „Ég get ekki sagt ykkur hve mikið ég dáðist að störfum hans, hve mikið álit ég hafði á honum sem manneskju og hve þakklátur og auðmjúkur ég var að hann skyldi vera með í Top Gun og koma svo aftur í Top Gun: Maverick,“ sagði hann. Cruise bað áhorfendur síðan um að minnast Kilmer með sér með stundarþögn. „Takk Val, ég óska þér velfarnaðar á næsta ferðalagi þínu,“ sagði hann svo. Þegar Kilmer lék í Top Gun: Maverick árið 2022 var hann illa farinn eftir hálskrabbamein og átti erfitt með að tjá sig. Cruise lagði mikla áherslu á að Kilmer yrði með og eina senan með Kilmer var sú fyrsta sem var tekinn upp fyrir myndina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira