Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Boði Logason skrifar 4. apríl 2025 10:36 Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Vísir Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega. „Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan. Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira