Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 17:18 Dómur féll í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira