Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2025 17:18 Dómur féll í Landsrétti í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Um var að ræða alls sjö skipti og áttu brotin sér stað frá október 2021 til janúar 2022. Þá var stúlkan fjórtán ára en maðurinn, Kristján Helgi Ingason, tæplega tvítugur. Kristján Helgi viðurkenndi að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna í gegnum Snapchat og að hann hefði hitt hana sjö sinnum á umræddu tímabili. Hann neitaði að þau hefðu haft kynferðislegt samneyti í bílnum hans. Fyrir dómi sagði hann um Snapchat-samskiptin að um hafi verið að ræða kynferðislegar hugrenningar af hans hálfu. „Fantasían“ hafi gengið út á að hún væri vændiskona. Kristján viðurkenndi að hafa afhent stúlkunni pening, en vildi meina að um lán hefði verið að ræða. Þá hefðu upphæðirnar verið lægri en þrjú hundruð þúsund krónur eins og hann var sakaður um. Þá sagðist hann hafa talið að stúlkan væri eldri en fjórtán eða fimmtán ára. Stúlkan sagðist hins vegar fullviss um að Kristján Helgi hefði verið meðvitaður um aldur hennar. Þau hefðu hist tíu til tólf sinnum á umræddu tímabili. Að sögn stúlkunnar hefði vinkona hennar verið með í fyrsta skipti sem hún hitti Kristján. Fyrir dómi greindi vinkonan frá því og sagði hún stúlkuna hafa veitt manninum munnmök gegn greiðslu. Á meðal gagna málsins voru fjölmörg samskipti mannsins og stúlkunnar sem þau áttu á Snapchat. Héraðsdómur sagði að berlega mætti ráða af samskiptunum að maðurinn hefði verið að falast eftir kynferðislegu samneyti við stúlkuna gegn greiðslu. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar mjög trúverðugur frá upphafi og í takti við gögn málsins og framburð vitna. Hins vegar yrði það sama ekki sagt um framburð mannsins sem hefði haft yfir sér mikinn ólíkindablæ. Skýring á greiðslu til stúlkunnar hefði verið fráleit. Þótti Landsrétti tveggja og hálfs árs refsing hæfileg og ekki tilefni til að skilorðsbinda hana.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent