Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2025 21:43 Kvikugangurinn sem myndaðist í gær nær langleiðina að flugvallarstæði í Hvassahrauni, miðað við þá mynd sem skjálftavirknin teiknar upp. Minni ferningurinn táknar 3x3 kílómetra svæði sem Hvassahraunsnefndin markaði undir innanlandsflugvöll en sá stærri 5x5 kílómetra svæði fyrir millilandaflugvöll. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvernig mynd af skjálftavirkni frá því í gærmorgun teiknar að mati vísindamanna Veðurstofunnar legu kvikugangsins, sem þeir segja að sé sá stærsti til þessa frá því umbrotin hófust. Eldgosið í gær kom upp rétt við Grindavík en kvikugangurinn virðist hafa náð langleiðina í átt að Kúagerði. Hraun frá Sundhnúksgígaröðinni náði að renna sex kílómetra leið þegar það fór yfir Nesveg vestan Grindavíkur.Vilhelm Gunnarsson Fjarlægðin frá kvikuganginum að Reykjanesbraut er um þrír kílómetrar. Fjarlægðin frá kvikuganginum í átt að Vogum er um sex kílómetrar. Það er ekki mikið þegar haft er í huga að lengstu hrauntaumarnir, sem eldgosin við Sundhnúka sendu frá sér á síðasta ári, náðu að renna sex kílómetra vegalengd vestur fyrir Grindavík á fáum klukkustundum og fjóra til fimm kílómetra til Bláa lónsins. Veðurstofan telur kvikuganginn um tuttugu kílómetra langan.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ef eldgos kæmi upp á norðausturhluta kvikugangsins verður þannig að telja verulega hættu á að hraun gæti bæði tekið Suðurnesjalínu í sundur og einnig Reykjanesbraut. Þá er það áleitin spurning hvort byggð í Vogum gæti verið ógnað. Séð yfir Voga á Vatnsleysuströnd.Vísir/Egill Það er einnig umhugsunarvert að það eru aðeins sex mánuðir frá því Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, og Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, kynntu skýrslu starfshóps um flugvöll í Hvassahrauni. Þar var staðsetning hans sýnd annarsvegar fyrir innanlandsflugvöll og hins vegar fyrir stóran millilandaflugvöll. Skýrsluhöfundar komust að þeirri niðurstöðu að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. Ráðherrann Svandís og borgarstjórinn Einar voru bæði á því að það ætti að setja meiri fjármuni í að rannsaka flugvöll í Hvassahrauni. Núna sýnir mynd Veðurstofunnar kvikugang sem er innan við þrjá kílómetra frá flugvallarstæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Vogar Borgarstjórn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15 Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40 Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. 1. október 2024 11:15
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. 18. maí 2022 22:40
Segja of snemmt að útiloka byggingu flugvallar í Hvassahrauni Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segja báðir rétt að bíða eftir niðurstöðum áhættumats Veðurstofu Íslands vegna flugvallar í Hvassahrauni; of snemmt sé að útiloka þann möguleika. 8. ágúst 2022 07:25