„Auðvitað lét ég hann heyra það“ Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 09:29 Kolbrún Bergþórsdóttir segir að auðvitað sé það svo að vinnufélagar takist á. Og að þessu sinni sló í brýnu milli hennar og Andrésar Magnússonar fulltrúa ritstjóra. Vísir/Vilhelm/Steingrímur Dúi Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins vildi eiga orð við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, gagnrýnanda hjá RÚV, blaðamann og pistlahöfund þess sama blaðs en þar fór hann í geitarhús að leita ullar. „Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Sko, við Andrés erum búin að þekkjast í áratugi. Auðvitað lét ég hann heyra það. Það er ekkert meira um þetta að segja. Ég er bara frjáls pistlahöfundur og ef mönnum líkar ekki það sem ég hef að segja, þá verður bara að hafa það,“ segir Kolbrún þegar Vísir vildi athuga með rimmu sem átti sér stað þeirra á milli. „Þetta er ekkert mál.“ Glöggur sjónarvottur á ferð Eins og þeir vita sem lesa Morgunblaðið er Kolbrún skeleggur pistlahöfundur, krati sem fer sínar leiðir og hún fer ekki leynt með að hún hefur Kristrúnu Frostadóttur í hávegum. Sem er engan veginn í samræmi við línuna sem gefin hefur verið á Mogganum. DV, sem fylgist grannt með gangi mála á öðrum miðlum, segir að uppnám hafi orðið á ritstjórnarskrifstofum Morgunblaðsins. Og svo virðist sem þeir eigi góðan heimildarmann inni á gólfi ritstjórnarskrifstofa í Hádegismóum því í gær birtu þeir býsna nákvæma frásögn höfð eftir þriðja manni sem lýsti því í eyru ónafngreinds blaðamanns DV þegar sló í brýnu milli þeirra Kolbrúnar og Andrésar. „Það finnst mér mjög einkennilegt. Nei, það er ekkert rangt í þessu sem kemur mér mjög á óvart.“ Míglekur ritstjórnin í Móunum? „Ég veit það ekki. Greinilega mjög glöggur sjónarvottur þar á ferð,“ segir Kolbrún og ítrekar að henni komi þetta mjög á óvart. Að Sjálfstæðisflokkurinn verði sem lengst í stjórnarandstöðu Forsaga málsins er að Kolbrún birti pistil í Sunnudagsblaðinu þar sem hún hundskammar Flokkinn. Pistillinn heitir „Súrir og sárir sjálfstæðismenn“ þar sem segir að svekkelsið birtist á svo ofsafenginn hátt að helst minnir á taumlausa valdafíkn. Svona hefst krassandi pistill Kolbrúnar sem fór fyrir brjóstið á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum. Í pistlinum fær Hildur Sverrisdóttur þingflokksformaður á baukinn fyrir að vera að jagast í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur fyrrverandi barna- og menntamálaráðherra. Hildur sé að „gjaldfella sjálfa sig með stöðugu rápi upp í ræðustól Alþingis og farið þar með sömu fáránlegu ásakanirnar um meint trúnaðarbrot og lygar forsætisráðherra.“ Og Kolbrún heldur áfram: „Maður hlýtur að spyrja sig á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn sé. Þjóðin hafnaði flokknum rækilega í síðustu kosningum og sitthvað hefðu sjálfstæðismenn átt að læra af því,“ segir Kolbrún meðal annars í pistlinum og klikkir út með: „Að manni læðist einlæg ósk um að flokkur sem ákveður að stunda svo skelfilega vonda pólitík sitji sem lengst í stjórnarandstöðu.“ Aðalatriðið að maður standi á sínu DV segir að Andrés hafi nálgast Kolbrúnu og viljað ræða, í lágum hljóðum, efni pistilsins en Kolbrún hafi ekki tekið í mál að hvísla heldur hafi hún hellt sér yfir Andrés. DV gerir ráð fyrir því að Andrés hafi þarna verið í hlutverki útsendara Davíðs Oddssonar ritstjóra blaðsins en Kolbrún gefur lítið fyrir það. „Auðvitað takast vinnufélagar oft á. Aðalaatriði er að maður standi á sínu,“ segir Kolbrún. Og hún bráðnar þegar rifjuð eru upp ummæli Egils Helgasonar sjónvarspmanns, umsjónarmaður Kiljunnar hvar Kolbrún er gagnrýnandi, sem hann lét falla á Facebook eitthvað á þá leið að hún væri frjáls andi sem léti ekki segja sér hvað hún ætti að skrifa. „Það var svo fallegt af Agli að segja það og mér þótti virkilega vænt um það. Egill er enginn venjulegur maður. Og gott að eiga hann að vini.“ Ekki fyrsta rimman sem Kolbrún tekur á ritstjórnargólfinu Kolbrún segir þetta ekki fyrstu rimmuna sem hún taki á ritstjórn og getur sá sem hér heldur um penna staðfest það. „Það gerðist nú ansi oft á Fréttablaðinu. Það er enginn að kúga mig í Hádegismóum, ég er fullfær um að standa á mínu. Og Davíð hefði aldrei tekið mig hérna inn nema hann vissi ekki nákvæmlega hvað hann væri að fá.“ Samkvæmt DV hótaði Kolbrún því að ef þeim yfirmönnum Moggans líkaði ekki skrif hennar geti þeir bara rekið sig, hún eigi hálft ár í uppsagnarfrest. Kolbrún, sem er að nálgast 68 ára aldurinn, segist hafa gaman af því að vinna. Því hafi hún kynnst þegar hún var iðjulaus á uppsagnarfresti hjá Fréttablaðinu. Hún stefnir að því að vinna til sjötugs, hætta þá fastri vinnu en hún haldi alltaf áfram að vinna.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira