Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 20:32 Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. vísir Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira