Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2025 20:32 Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. vísir Ríkisstjórnin ætlar að hagræða um ríflega hundrað milljarða í opinberum rekstri á næstu árum og stefnir að því að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en fyrrverandi ríkisstjórn. Þá verða kjör öryrkja og eldri borgara stórlega bætt. Forsætisráðherra segir Flokk fólksins hafa haft mikil áhrif á nýja fjármálaáætlunina Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030 var kynnt í morgun. Daði Már Kristófersson fjármála-og efnahagsráðherra sagði á blaðamannafundi í morgun einblínt á efnahagslegan stöðugleika, hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Samkvæmt áætluninni er stefnt er að því að ríkissjóður verði hallalaus 2027 og hið opinbera 2028. Frá 2019 hefur ríkissjóður verið rekin með halla. „Það er helst að við ætlum að ná jafnvægi í rekstri ríkisins ári fyrr en síðasta ríkisstjórn áætlaði. Þessi áætlun er að því leyti öðruvísi að í henni eru engar óútfærðar afkomubætandi aðgerðir. Nú liggur alveg fyrir til hvaða aðgerða ríkisstjórnin mun taka til að ná markmiðum sínum,“ sagði Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra á blaðamannafundi um fjármálaáætlunina í morgun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að ná þessum markmiðum koma fram í næstum tvö hundruð blaðsíðna skýrslu. Til að byrja með hyggst ríkisstjórnin hagræða um hundrað og sjö milljarða króna á tímabilinu m.a. með kerfisbreytingum, endurskoðun verkefna og sameiningu stofnanna. Úr kynningu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun 2026-2030 vísir/grafík Störfum muni fækka í einhverjum tilvikum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í dag tilefni af því að ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga, að horft væri til sparnaðarráða frá almenningi í fjármálaáætluninni. Óhjákvæmilega muni störfum fækka. „Það verður ráðist í sameiningar. Það er ekki útgangspunktur að reyna að fækka starfsfólki. Lykilatriði er að reyna að bæta þjónustu og fara betur með fé. Það er ekki aðalatriðið að vernda störf, þannig að í einhverjum tilvikum mun þeim fækka,“ sagði Kristrún á fundinum í dag. Nýtt bifreiðagjald 1. júlí Í fjármálaáætlun eru nýir tekjustofnar taldir til eins og veiðigjöld, ný útfærsla á bifreiðagjaldi sem tekur gildi 1. júlí og gert er ráð fyrir gjaldi að náttúruperlum landsins. Nýir tekjustofnar tryggðir samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík Alls fara 35 milljarðar í ný útgjöld. Af þeim fara mest í félags- og tryggingamál eða næstum ellefu milljarða króna. Það kemur svo fram í umbótum sem snerta 65 þúsund öryrkja og eldri borgara. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra var afar ánægð með breytinguna á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. „Þetta kerfi mun tryggja umtalsverðar kjarabætur fyrir 95 prósent öryrkja,“ sagði Inga Sæland. Úr kynningu fjármálaáætlunar.Vísir/Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir segir Flokk fólksins hafa sett sitt mark á fjármálaáætlunina. „Við værum ekki að leggja fram þessa fjármálaáætlun nema vegna þess að við erum í ríkisstjórn með Flokki fólksins. Við skulum bara hafa það á hreinu, Margar af stóru ákvörðunum sem er verið er að taka eru vegna þess að þessi ríkisstjórn er samsett eins og hún er í dag,“ sagði Kristrún á blaðamannafundinum í dag. 35 milljarða í ný útgjöld Alls fara ríflega sex milljarðar af nýjum útgjöldum í almanna- og réttaröryggi og utanríkismál. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir það nauðsynlegt, meðal annars vegna sviptinga í alþjóðamálum. „Hlutfallslega mesta aukningin í fjármálaáætlun er til öryggis- og varnarmála. Ekki síst til að byggja upp áfallaþol hér á landi og efla innviði,“ sagði Þorgerður á fundinum í dag. Ný útgjöld samkvæmt fjármálaáætlun.vísir/grafík
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira