Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Jakob Bjarnar skrifar 31. mars 2025 14:16 Þórir Kjartansson ljósmyndari náði þessum stórkostlegu en sláandi myndum af því þegar sjórinn gekk yfir Víkurfjöru með morguflóðinu. Þórir Kjartansson Árni Gunnarsson frístundabóndi í Vík hefur aldrei séð annað eins og þegar brimið gekk yfir hús hans. Hann segir suðvestanáttina langversta á svæðinu. „Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“ Veður Mýrdalshreppur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Já, þarna gekk mikið á. Húsið hvarf í sjó þegar ég kom hérna klukkan átta. Það braut svo á því. Þá var ég búinn að fá fréttir af því að það gengi mikið á. Og húsið hvarf þegar ég beygði af þjóðveginum,“ segir Árni Gunnarsson í samtali við Vísi. Árni segist ekki vera með margt fé, hann sé hobbí-bóndi en þetta eru um 35 skjátur sem hann rak úr húsinu og í annað hús, hesthús sem stendur ofar. Hér má sjá hvernig sjórinn hefur náð að iðnaðarhúsahverfinu sem stendur í grennd við sjávarmál.Þórir Kjartansson „Ég á slatta af hrossum en sleppti þeim út til að geta verið með féð í efra húsinu. Ég fór beint í það,“ segir Árni. Rúða brotnaði í fjárhúsinu og þá kom los á járn. Gat myndaðist á húsinu vestan megin í því. „Þetta er í annað skiptið í vetur, en þá braut ekki svona á því. Hér er allt á floti inni í húsunum núna. Ég er að vinna í að færa til og ganga frá.“ Hér má sjá hvað snjórinn er nærri iðnaðarhúsunum austast í þorpinu sem og hest- og fjárhúsunum. Lágfjara var þegar myndin var tekin og sjávarlónið ofan við fjörukambinn eftir morgunflóðið að mestu sigið ofan í sandinn.Þórir Kjartansson Árni hefur verið með kindur og hesta á þessum stað síðan 2003 en hann hefur aldrei lent í neinu svona svakalegu fyrr. „Þeir settu garð fyrir framan mig, sjóvarnargarð, fyrir tveimur árum, og það gengur bara yfir hann. Austan við hann eru farnir fleiri fleiri metrar af landi. Það er annað fólk með hús austan megin við mig, þar er er allt á floti en þau lentu ekki eins illa í því.“ Einhverjar breytingar eru á sjávarbotni sem orsaka að menn rekur ekki minni til að svo mikið hafi gengið á fyrr.Þórir Kjartansson Árni segir þetta fjör. „Já, það er bara þannig. Þýðir ekki að leggjast í eitthvað þunglyndi út af þessu, það er bara að bjarga sér.“ Árni segir augljósar breytingar því ekki hafi verið stórstreymt. Það hafi verið um daginn þegar gaf aðeins á. „Það var garður þarna fyrir vestan sem hreppurinn setti upp og hann er farinn. Við höfum verið að berjast fyrir því að það verði eitthvað gert, til að verja húsin okkar, en það hefur gengið hægt fyrir sig.“
Veður Mýrdalshreppur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira