Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. mars 2025 21:00 Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum. Reitir Nýtt íbúðahverfi sprettur upp við Kringluna á næstu árum. Framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum segir hönnun hverfisins sækja innblástur frá gömlu Reykjavík. Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Reitir skrifuðu undir uppbyggingarsamning við Reykjavíkurborg í morgun að loknum húsnæðisfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur vegna byggingarreits við Kringluna. Framkvæmdir munu hefjast um leið og deiliskipulag verður samþykkt sem verði nú auglýst. Uppbygging hefst í byrjun næsta árs Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, segir þau hjá fyrirtækinu klæja í fingurna að hefja framkvæmdir enda hafi áformin verið í bígerð í um tíu ár. „Við munum byrja á því að rífa niður gamla Moggahúsið hérna fyrir aftan okkur. Við stefnum að því að hefja þær framkvæmdir í sumar. Og svo í framhaldinu af því munum við hefja uppbyggingu á þessum fyrsta reit hérna A5 í þessum áfanga. Við munum hefja uppbyggingu í byrjun næsta árs.“ Framkvæmdir á svæðinu taki um fimm til sjö ár og munu um 420 íbúðir rísa á svæðinu í fyrsta áfanga. Innan svæðisins verði í boði öll sú þjónusta sem fólk gæti þurft á að halda. „Við erum að leggja sérstakar áherslur á skjólgarða og almenningsrými. Vistvæn og græn svæði og reynum að skapa gott umhverfi fyrir fólk að koma saman. Líka bara að skapa þetta heildarhverfi með öflugu nærsamfélagi með allri þeirri þjónustu sem við búum við hérna við Kringluna. Og nýju menningarhúsi sem verður staðsett hérna á svæðinu.“ „Hverfa aðeins aftur í tímann“ Birgir segir að innblástur fyrir hönnun hverfisins hafi verið sóttur úr gömlu Reykjavík, með fjölbreyttum formum, uppbroti og hallandi þökum. „Það má segja það að við séum að hverfa aðeins aftur í tímann og brjóta upp mynstrið sem hefur verið í þróun undanfarin ár.“ Eins og stendur er mikill umferðarþungi á svæðinu en stefnt er að því að takmarka hljóðmengun. „Hugmyndafræðin er að skapa hérna skjól frá umferð. Bæði frá hávaða og einnig frá veðri og vindum. Við viljum búa til gæðaalmenningsrými inn í svæðinu þar sem fólk getur komið saman og fengið sér kaffi úti og vonandi sleikt sólina örlítið.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira