Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 12:15 Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í janúar að von væri á tillögum að breytingum á húsinu. Ekkert hefur heyrst af þeim síðan. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira