Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2025 21:42 Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáafellingarvélin fyrir aftan. Sigurjón Ólason Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis saga síðasta tréð á fimmta tímanum síðdegis. „Við vorum búnir í fyrradag en svo var bara gerð önnur mæling og þá kom bara eitthvað í ljós. En við erum búnir núna með það sem bættist við,“ segir Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabrettis. Trjáfellingarvél austfirska fyrirtækisins Tandrabrettis.Sigurjón Ólason Þeir eiga þó eftir að snyrta svæðið, sem Einar áætlar að taki tvo til þrjá daga. Síðan eigi eftir að keyra öllu timbrinu í veg fyrir skip í Hafnarfirði. Tvær vikur eru frá því starfsmenn Tandrabrettis mættu með tæki sín og tól í Öskjuhlíðina. Núna má víða um skóginn sjá myndarlega timburstafla sem fluttir verða með skipinu austur á Eskifjörð til timburvinnslu. Þetta er nefnilega nytjaviður. Timbrið úr skóginum verður flutt með skipi til Austfjarða í timburvinnslu.Sigurjón ólason „Mjög flott timbur. Þetta er beint og flott timbur,“ segir Einar. Þar sem áður var kafþykkur skógur hefur núna opnast útsýni úr Öskjuhlíð yfir Skerjafjörð. Með ruðningi skógarins hefur myndast víðáttumikið rjóður. Beneventum-klettarnir eru komnir í ljós. Þar voru nýnemar MH látnir beygja sig fyrir eldri nemum.Sigurjón Ólason Og Beneventum-klettarnir, sem huldir hafa verið nánast skógarmyrkviði undanfarna áratugi, eru komnir í ljós. Þar fóru áður fram busavígslur nýnema Menntaskólans við Hamrahlíð en klettarnir eru sagðir hafa verið samkomustaður skólapilta Lærða skólans á 19. öld. Stórt rjóður hefur núna opnast í miðri Öskjuhlíð með útsýni yfir Skerjafjörð.Sigurjón ólason Vakið hefur athygli að Austfirðingar vinna verkið fyrir mun lægri fjárhæð en ráðamenn borgarinnar töldu að það myndi kosta. „Ég las það í Morgunblaðinu að það munar 400 milljónum. Eða 450 milljónum,“ segir Einar og vísar til fréttar af mismunandi háum tilboðum í verkið. -Og þið fáið hvað mikið? „Við fáum 20 milljónir fyrir þetta,“ svarar Einar Birgir. Horft úr Öskjuhlíð niður að flugbrautinni.Sigurjón Ólason Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er stefnt að því að morgundagurinn verði notaður til að sannreyna hvort aðflugslínan sé núna laus við hindranir. Ef svo reynist gæti austur/vestur brautin opnast á miðnætti annaðkvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Tré Skógrækt og landgræðsla Borgarstjórn Fréttir af flugi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09 Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26 Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00 Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður. 26. mars 2025 18:09
Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré. 12. mars 2025 14:26
Flugbrautin opnuð á ný Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur. 26. febrúar 2025 18:31
Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. 17. febrúar 2025 21:00
Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Flugmenn hafa mátt takast á við krefjandi hliðarvindslendingar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir þetta sorglegt og hefur flugfélagið sótt um undanþágu fyrir sjúkraflug til lendinga á lokuðu flugbrautinni. 12. febrúar 2025 21:45
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20